Gögn úr vinnu faghópa
Hér að neðan er að finna gögn sem urðu til í vinnu faghópa í 3. áfanga.
Faghópar 1 og 2 - Landupplýsingagögn
Hér má sækja zip-skrá sem inniheldur niðurstöður faghópa 1 og 2 í formi landupplýsingagagna, þ.e. gagna fyrir LUK-kerfi. Um er að ræða:
- Áhrifasvæði faghópa 1 og 2,
- ferðasvæði faghóps 2,
- verðmætamat og áhrifamat faghóps 1 og
- virðismat og áhrifaútreikninga faghóps 2.
Faghópur 2 - Áhrifasvæði og mannvirki
Hér er að finna kort sem sýna áhrifasvæði allra þeirra 26 virkjunarkosta sem faghópur 2 lagði mat á í 3. áfanga rammaáætlunar. Myndirnar stækka þegar smellt er á þær. Frekari umfjöllun um áhrifasvæði er að finna í kafla 5.2.2.1.2. í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga.
Einnig er hægt að hlaða öllum áhrifasvæðakortunum niður sem zip-skrá .
Athugið að kort fyrir Búlandsvirkjun, Hólmsárvirkjun án miðlunar og Hólmsárvirkjun við Atley voru uppfærð 23.08.2016. Á eldri kortum fyrir þessa virkjunarkosti láðist að skilgreina ferðasvæðið Þjórsárdal sem áhrifasvæði.
Austurengjar | Austurgilsvirkjun | Blöndulundur | Búlandsvirkjun |
Búrfellslundur | Fljótshnjúksvirkjun | Fremrinámar | Hagavatnsvirkjun |
Hólmsárvirkjun án miðlunar | Hólmsárvirkjun við Atley | Holtavirkjun | Hrafnabjargavirkjun B |
Hrafnabjargavirkjun C | Innstidalur | Skatastaðavirkjun C | Skatastaðavirkjun D |
Skrokkalda | Stóra-Laxá | Þverárdalur | Trölladyngja |
Urriðafossvirkjun | Villinganesvirkjun | Búðartunguvirkjun | Hágönguvirkjun |
Hrafnabjargavirkjun A | Hverahlíð II |
Faghópur 2 - Virðismat
Hér er að finna kort sem sýna virði ferðasvæða fyrir ferðamennsku og útivist m.t.t. þeirra 25 viðfanga sem faghópur 2 lagði mat á í 3. áfanga rammaáætlunar. Myndirnar stækka þegar smellt er á þær. Frekari umfjöllun um viðföng og virðismat er að finna í kafla 5.2.2.3. í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga.
Einnig er hægt að hlaða öllum virðismatskortunum niður sem zip-skrá .
Upplifun | Víðerni | Fegurð, stórbrotið, áhrifamikið | Friðlýst svæði |
Hverasvæði, jarðhiti | Ummerki um eldvirkni | Vatn, ár og fossar | Gil, gljúfur og gjár |
Afþreyingarmöguleikar | Náttúruskoðun | Gönguferðir | Torfæruferðir |
Hestaferðir | Veiðar | Villiböð, baðlaugar | Bátaferðir |
Hjólreiðar | Arfleifð, saga | Notkun | Innviðir |
Vegir | Fjarlægð frá markaði | Fjöldi ferðamanna | Ferðaþjónusta |
Virði | |
Faghópur 2 - Áhrifamat einstakra virkjunarkosta
Hér eru kort af áhrifamati faghóps 2 fyrir einstaka virkjunarkosti gerð aðgengileg sem zip-skrár: