Störf verkefnisstjórnar og faghópa 2017-2019

Þegar verkefnisstjórn 4. áfanga tók við störfum var henni ákveðinn vandi á höndum. Ferlið um málsmeðferð virkjunarkosta í áætluninni hafði ekki gengið til enda, þ.e. Alþingi hafði ekki enn afgreitt tillögu ráðherra um flokkun virkjunarkosta úr 3. áfanga, og því var ekki ljóst hvaða virkjunarkosti, ef nokkra, ný verkefnisstjórn gæti tekið til mats.

Í skipunarbréfi verkefnisstjórnar var lögð áhersla á að verkefnisstjórn ynni áfram að þróun aðferðafræði, með hliðsjón af reynslu úr fyrri áföngum rammaáætlunar. Verkefnisstjórn lagði því snemma áherslu á mikilvægi þess að þróa aðferðir og þekkingu til að meta virkjunarkosti. 

Ný verkefnisstjórn nýtti einnig fyrstu mánuði starfstíma síns í kynningarfundi með starfsmönnum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, fyrri verkefnisstjórn og formönnum faghópa, og helstu stofnunum sem koma að málefnum rammaáætlunar, s.s. Orkustofnun, Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun.

Nánari upplýsingar er að finna í kafla 2.2 í skýrslu verkefnisstjórnar .

Möguleikar á mati á virkjunarkostum úr fyrri áföngum

Rannsóknir faghópa og þróun aðferðafræði við mat virkjunarkosta

Vindorka - staða þekkingar og aðferðafræði við mat á vindorkukostum