Vettvangsferð 4. áfanga um Dalabyggð og Reykhólasveit 13. ágúst 2019

Vettvangsferð 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða 

um Dalabyggð og Reykhólasveit 

13. ágúst 2019

til að kanna áform um vindorkuver 

við Sólheima í Laxárdal, Hróðnýjarstaði og í Garpsdal

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur á þessu ári staðið fyrir 3 vinnufundum um virkjun vindorku, í janúar, maí og ágúst 2019. Þar hafa sérfræðingar frá Scottish Natural Heritage verið aðalfyrirlesarar og miðlað áratuga reynslu Skota á þessu sviði, en íslenskir vísindamenn og sérfræðingar hafa einnig sagt frá sínum störfum sem varða virkjun vindorku.

Vettvangsferðin var farin í kjölfar vinnufundar sem haldinn var mánudaginn 12. ágúst 2019. 

Dagskrá þess fundar og lista þátttakenda má finna hér. 

Vettvangsferðin var skipulögð í samstarfi við sveitarstjórn Dalabyggðar og var bæði virkjanaaðilum og talsmönnum samtaka þeirra sem andvíg eru virkjunaráformum boðið að halda kynningar.

Mynd-1

Dagskrá:

13. ágúst 2019

Mæting á BSÍ 7:40

8:00

Brottför frá BSÍ

10:30

Sveitarstjórnarmenn frá Dalabyggð og fulltrúar Quadran Iceland slást í hópinn við Miðskóga – ekið inn Laxárdal og svæði fyrir fyrirhugað vindorkuver Quadran Iceland í landi Sólheima skoðað

12:00

Komið að Hróðnýjarstöðum, gengið inn að virkjunarsvæði Storm Orku

13:00 – 14:00

Hádegismatur í Dalakoti í Búðardal - Kynningar frá Quadran Iceland og samtökum þeirra sem andvíg eru virkjunaráformum í landi Hróðnýjarstaða - hagsmunir.is

14:00 - 16:00

Ekið frá Búðardal að útsýnisstað í Saurbæ og nágrenni Garpsdals skoðað í fylgd fulltrúa EM Orku

16:00 - 18:00

Kynning EM Orku og kaffi í Nesheimum Króksfjarðarnesi með fulltrúum sveitarstjórnar Reykhólahrepps

18:00 - 21:00

Ekið til Reykjavíkur


Þátttakendur:

Nafn Aðild
Guðrún Pétursdóttir Formaður verkefnisstjórnar
Þórgnýr DýrfjörðVerkefnisstjórn RA4
Magnús GuðmundssonVerkefnisstjórn RA4
Elín R. LíndalVerkefnisstjórn RA4
Guðrún Anrbjörg SævarsdóttirVerkefnisstjórn RA4
Þóra Ellen ÞórhallsdóttirVerkefnisstjórn RA4
Rúnar LeifssonVerkefnisstjórn RA4, varam
Simon BrooksScottich Natural Heritage
Ása Lovísa AradóttirFaghópur 1, formaður
Jón S. ÓlafssonFaghópur 1
Kristján JónassonFaghópur 1
Sólborg Una PálsdóttirFaghópur 1
Tómas Grétar GunnarssonFaghópur 1
Þorvarður ÁrnasonFaghópur 1
Anna Dóra SæþórsdóttirFaghópur 2, formaður
Einar Torfi FinnssonFaghópur 2
Guðmundur JóhanessonFaghópur 2
Guðni GuðbergssonFaghópur 2
Sveinn RunólfssonFaghópur 2
Sigþrúður Stella JóhannsdóttirFaghópur 2
Jón Ásgeir KalmanssonFaghópur 3, formaður
Hjalti JóhannessonFaghópur 3 
Magnfríður JúlíusdóttirFaghópur 3 
Sjöfn VilhelmsdóttirFaghópur 3 
Sigurður JóhannessonFaghópur 4 
Þorsteinn SæmundssonUmhverfis- og auðlindaráðuneytið 
Edita TverijonatieHáskóli Íslands
David OstmanHáskóli Íslands 
Egill þórarinsson Skipulagsstofnun 
Hrafnhildur Bragadóttir Skipulagsstofnun 
Sigurður Ásbjörnsson  Skipulagsstofnun 
Guðmundur Ingi Ásmundsson  Landsnet 
Auður Önnu Magnúsdóttir  Landvernd 
Kristján Sturluson  Sveitarstjóri Dalabyggðar 
Eyjólfur Ingvi Bjarnarsson  Oddviti, Sveitarstjórn Dalabyggðar 
Ragnheiður Pálsdóttir  Varaoddviti og varaformaður umhverfis- og skipulagsnefndar
Sveitarstjórn Dalabyggðar 
Skúli Guðbjörnsson  Formaður byggðaráðs, Sveitarstjórn Dalabyggðar 
Hörður Hjartarsson  Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar, Sveitarstjórn Dalabyggðar 
Þórður Már Sigfússon  Skipulagsfulltrúi, Sveitarstjórn Dalabyggðar 
Ríkarður Örn Ragnarsson EM Orka 
Tryggvi Þór Herbertsson  Quadran Iceland

 

Ferðasagan:

Hópurinn hittist við BSÍ í blíðskaparveðri kl. 7:40. Lagt var af stað kl 8 í bifreið frá Hópbílum og ekið rakleitt í Dalina, þar sem sveitarstjórnarmenn Dalabyggðar, fulltrúi Quadran Iceland og nokkrir norðanmenn slógust í hópinn við Miðskóga.

Þaðan var ekið inn Laxárdal með leiðsögn Eyjólfs Ingva Bjarnasonar oddvita. Numið var staðar andspænis Sólheimum, þaðan sem sér vel yfir fyrirhugað virkjunarsvæði Quadran Iceland, sem er hluti af „the French Quadran Internationald renewable energy group“. Tryggvi Þór Herbertsson talsmaður Quadran Iceland og stjórnarmeðlimur í Quadran Iceland skýrði frá fyrirhugaðri framkvæmd og uppbyggingu í landi Sólheima. Fyrirtækið hyggjast reisa vindorkuver í tveimur áföngum, sem samtals vera upp á 126 MW og þar með að breyta 400 ha landi í iðnaðarsvæði. Annars vegar er fyrirhugaður 1 áfangi sem mun verða staðsettur norðan við veginn yfir Laxárdalsheiði. Samtals verður uppsett afl þar um 80 MW með 20 vindmyllum. Hver vindmylla verður með 100 m háu mastri og 60 m löngum spöðum, þannig að hámarkshæð spaða er um 160 m. Áfangi 2 er fyrirhugaður sunnan megin við veginn og er áætlað uppsett afl þar um 30 MW með 10 vindmyllum sem verða svipaðar að stærð og í áfanga 1. Tryggvi Þór hélt síðan kynningu á áformum Quadran Iceland í hádegishléinu.

Mynd-2

Hópurinn virðir fyrir sér fyrirhugað virkjunarsvæði við Sólheima innst (fremst) í Laxárdal. Fyrirhugað er að fyrsti áfangi verði reistur norðan megin við veginn (til vinstri) og áfangi 2 sunnan við veginn. Þrátt fyrir súldina sást virkjanasvæðið ágætlega og grilla mátti í 100 m há rannsóknarmöstur á ásnum ofan við bæinn Sólheima (mynd ÞS). 

Næst var ekið heim að Hróðnýjarstöðum, þar sem Storm Orka hefur keypt land og reist tvö 100 m há rannsóknarmöstur á fyrirhuguðu virkjunarsvæði. Gengið var frá Hróðnýjarstöðum til austurs í átt að rannsóknarmöstrum og staðnæmst þar sem góð yfirsýn fékkst yfir fyrirhugað virkjunarsvæði undir leiðsögn heimamanna og sveitarstjóra. Forsvarsmönnum Storm Orku, þeim Magnúsi og Sigurði Jóhannssonum hafði verið boðið að taka þátt í ferðinni, en þeir sáu sér það ekki fært, en veittu góðfúslegt leyfi til að farið yrði um land þeirra. Áætlun Storm Orku er að reisa 80-130 MW vindorkuver. Ekki er ljóst hvernig verkefninu verður skipt niður í áfanga en áætlað uppsett afl fyrsta áfanga, Storm 1, verður 83.16 MW. Lögð hefur verið fram tillaga í sveitarstjórn um að breyta skipulagi á 419 ha lands í iðnaðarsvæði. Gert er ráð fyrir að notast verði við vindmyllur með aflgetu upp á 4 MW fyrir hverja myllu sem ná allt að +/- 200 m hæð (sett fram með fyrirvara um tækniþróun vindmylla). Áætlanir á þessu stigi eru vindmyllur með 114 m turnhæð og 132 m þvermál spaða, sem þýðir 180 m í hæsta punkt. Endanlegur fjöldi vindmylla liggur ekki fyrir en miðað við aflgetu kerfisins upp á 84 MW má gera ráð fyrir 24 myllum (Storm 1, tillaga að matsáætlun, apríl 2019).  

Mynd-3

Horft yfir fyrirhugað virkjunarsvæði Storm Orku við Hróðnýjarstaði. Grilla má í annað rannsóknarmastrið, sem er um 100 m hátt (mynd ÞS).

Mynd-1

Kristján Sturluson sveitarstjóri Dalabyggðar skýrir fyrir ferðafélögunum aðstæður í grennd við Hróðnýjarstaði  (mynd MG). 

Hádegisverður var snæddur í Dalakoti í Búðardal. Undir borðum kynnti Tryggvi Þór Herbertsson virkjunaráform Quadran Iceland og svaraði spurningum. 

Mynd-5

Tryggvi Þór Herbertsson kynnti virkjunaráform Quadran Iceland við Sólheima í Laxárdal (mynd MG).

Síðan tóku til máls fulltrúar samtaka íbúa og fasteignaeigenda á nágrannajörðum Hróðnýjarstaða þau Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir og Sævar Hjaltason en samtökin halda úti vefsíðunni hagsmunir.is, og skýrðu hvers vegna þau leggjast gegn vindorkuveri í landi Hróðnýjarstaða. Þeirra kynningu er einnig að finna hér og á www.hagsmunir.is

Mynd-6

Fulltrúar íbúa og fasteignaeigenda á nágrannajörðum Hróðnýjarstaða þau Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir og Sævar Hjaltason kynntu sjónarmið þeirra sem ekki eru fylgjandi vindorkuveri við Hróðnýjarstaði (mynd MG).

Um klukkan 14:30 var ferðinni fram haldið og ekið að fyrirhuguðu vindorkuveri EM Orku í Garpsdal í Gilsfirði. EM Orka er í eigu EMP Holdings og Vestaas. Fulltrúar fyrirtækisins Ríkharður Örn Ragnarsson verkefnastjóri og Alexander Kelly sérfræðingur á fjármálasviði tóku á móti hópnum í Saurbæ. Ekið var á nokkra útsýnisstaði þar sem kynnt voru áform fyrirtækisins. Á breiðmyndum sem sýndar voru mátti sjá hvernig vindmyllurnar munu blasa við frá þessum svæðum. Einnig var ekið um Geiradal og horft yfir byggðina, væntanlegt vegstæði skoðað, ásamt tengivirki og væntanlegri staðsetningu jarðstrengja.

EM Orka áformar að reisa allt að 130 MW vindorkuver í landi Garpsdals við Gilsfjörð. Forathugun gerir ráð fyrir allt að 35 vindmyllum og hver þeirra verður allt að 150 m há. Fyrirhugað er að reisa vindorkuverið innan eignarlands Garpsdals á allt að 3,3 km2 svæði. Svæðið liggur í um 550 m hæð yfir sjó inn af Garpsdal (Garpsdalur, Tillaga að matsáætlun, apríl 2019).  

Mynd-7

Horft yfir Gilsfjörðinn í átt að Garpsdal. Ríkarður Örn Ragnarsson (t.h.) og Kristján Jónasson halda á mynd þar sem væntanlegar vindmyllur eru sýndar (mynd MG).  

Að lokinni kynningu úti í mörkinni var haldið að Nesheimum á Króksfjarðarnesi, en þar reka konur úr Reykhólahreppi Handverksmarkað og veitingasölu. Í Nesheimum voru mættir sveitarstjórnarmenn Reykhólahrepps og var samanlagður fjöldi fundarmanna í Nesheimum um 50 manns. Fundarmenn gæddu sér á veitingunum og létu freistast af fallegu handverki, en svo var kynningum fram haldið.

Ríkharður Örn frá EM Orku flutti þar nánari kynningu á verkefninu og svaraði spurningum gesta. Kynningu Ríkarðs Arnar má finna hér .

Mynd-8

Í Nesheimum svigna kaffiborðin undan heimagerðu góðgæti (mynd ÞS).

Mynd-9Mynd-10

Ríkarður Örn Ragnarsson hélt ítarlega kynningu á áformum EM Orku og svaraði spurningum fundarmanna (myndir GM).

Fundi var slitið kl 18 og ekið til Reykjavíkur. Á leiðinni til Reykjavíkur útskýrði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets flutningskerfi raforku á Vesturlandi og greindi frá þeim breytingum sem nauðsynlegt eru að gera ef aukning verður á raforkuflutningum á svæðinu.

Komið var til Reykjavíkur um kl 21.

Heimildir:

Storm 1. 80-130 MW vindorkugarður, Hróðnýjarstöðum, Dalasýslu. Mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun, apríl 2019 pdf .

EM Orka. Allt að 130 MW vindorkugarður í Garpsdal, Reykhólahreppi, Austur-Barðarstrandarsýslu. Mat á umhverfisárhrifum. Tillaga að matsáætlun, apríl 2019 pdf .