Vettvangsferð um Suðurland, 8.-9. ágúst 2018

Skoðaðir voru eftirtaldir virkjunarkostir við Hverfisfljót, Hvítá í Árnessýslu og Ölfusá: 

Virkjunarkostur # í RÁ2 # í RÁ3 Kynningarefni sem stuðst var við í vettvangsferð 
Hverfisfljótsvirkjun 15 R3115A 
KaldbaksvirkjunR3151A 
Haukholtsvirkjun35 R3135A 
Vörðufell 36 R3136 
Hest(-vatns-)virkjun 37 R3137A 
Selfossvirkjun 38 R3138A 


Þátttakendur:

Nafn Aðild Þátttaka 
Ása Lovísa Aradóttir Formaður faghóps 1 Allan tímann 
Edda Ruth Hlín Waage Faghópi 1 Allan tímann  
Einar Torfi Finnsson Faghópi 2 Allan tímann  
Elín LíndalVerkefnisstjórn Allan tímann  
Erla Björk ÞorgeirsdóttirOrkustofnun Allan tímann  
Guðni Guðbergsson Faghópi 2 Allan tímann  
Guðrún A. Sævarsdóttir Verkefnisstjórn Allan tímann  
Guðrún Pétursdóttir Formaður verkefnisstjórnar Allan tímann  
Helgi Jóhannesson Verkefnisstjórn Allan tímann  
Herdís Helga Schopka Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Allan tímann  
Jón S. Ólafsson Faghópi 1 Allan tímann  
Kristján Jónasson Faghópi 1 Allan tímann  
Magnfríður Júlíusdóttir Faghópi 3 Allan tímann  
Magnús Guðmundsson Verkefnisstjórn, varamaður formanns Allan tímann  
Guðmundur Jóhannesson Faghópi 2 Allan tímann  
Sveinn Runólfsson Faghópi 2 Allan tímann  
Þórgnýr Dýrfjörð Verkefnisstjórn Allan tímann  
Þóra Ellen Þórhallsdóttir Verkefnisstjórn Allan tímann  
Arnþór Þ. Árnason Fjallasýn Rúnars ÓskarssonarBílstjóri 

Leiðarlýsing

8. ágúst 2018

Lagt var af stað frá BSÍ kl. 8 og ekið austur á Selfoss, þar sem Helgi Jóhannesson og Guðmundur Jóhannesson bættust í hópinn.

Hopmynd-v-HvitaMGHópurinn samankominn á bakka Hvítár á öðrum degi ferðar. Mynd: AÞÁ

Fyrsti viðkomustaður eftir það var Hvolsvöllur, en á leið þangað fræddi Sveinn Runólfsson fyrrum landgræðslustjóri menn um eðli og þróun landgæða á Suðurlandi og helstu ógnir sem að gróðurlendi  hafa stafað vegna sandfoks, flóða og eldgosa. Hann lýsti ástandi landsins um miðbik síðustu aldar og sýndi mörg dæmi um starf og árangur landgræðslu á þessum slóðum. Hann ræddi einnig um mikilvægi góðrar samvinnu við heimamenn og gagnkvæms skilnings á viðkomandi lögum og reglum, og afleiðingum inngripa t.d. í vatnabúskap jarða.

Hádegisverður var snæddur á Kirkjubæjarklaustri og síðan ekið austur og yfir Eldhraun að Laufbalavatni. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í vistfræði sagði þá frá gróðurfari í hraunbreiðum hér á landi og einkum frá gamburmosanum (Racomitrium lanuginosum), sem er algengur á suður- og vesturlandi og sjá má í þykkum breiðum í Eldhrauninu.

Þegar nær dró Laufbalavatni lýsti Erla Björk Þorgeirsdóttir frá Orkustofnun virkjunarhugmyndum í Hverfisfljóti á þessu svæði, þar sem ætlunin er að stífla Hverfisfljót við Löngusker með tveimur stíflum, auk þess að stífla við Laufbalavatn og Bárðarhnúka. Gengið var upp á mela við Laufbalavatn, þaðan sem vel sér yfir og menn glöggvuðu sig á fyrirhuguðu virkjunarsvæði.

Vstj-hhs-LambhagafossarVerkefnisstjórn og starfsmaður verkefnisstjórnar við Lambhagafossa í Hverfisfljóti. Mynd: HHS

Á bakaleiðinni var gengið í um hálftíma að Lambhagafossum í Hverfisfljóti, þar sem landeigendur hafa hug á að reisa 9,3MW virkjun, en frummatsskýrsla á umhverfisáhrifum þeirrar virkjunar liggur fyrir. Ljóst er að hún mun rýra til muna vatnsflæði um Lambhagafossa og höfðu menn því áhuga á að skoða þá, þótt fyrirhuguð virkjun sé undir þeirri stærð sem rammaáætlun fjallar um.

Eftir þetta var haldið að Hellishólum í Fljótshlíð, en á leið þangað fræddi Guðmundur Jóhannesson menn ítarlega um landnotkun og stöðu landbúnaðar á Suðurlandi.

Komið var í náttstað um kl 21, kvöldverður snæddur og gengið til náða.

9. ágúst 2018

Morgunverður kl 8 og lagt af stað kl 9.

Haukholtavirkjun-stiflustaediÞátttakendur virða fyrir sér fyrirhugað stíflustæði Haukholtavirkjunar í Hvítárgljúfrum, rétt neðan við Gullfoss. Mynd: HHS

Fyrsti viðkomustaður var fyrirhugað virkjunarstæði Haukholtavirkjunar í Hvítá, rennslisvirkjunar án miðlunarí Hvítárgljúfrum. Inntaksstíflan er fyrirhuguð við bæinn Haukholt ofan við Brúarhlöð. Erla Björk Þorgeirsdóttir sagði frá virkjunaráformunum og Guðni Guðbergsson, sem er vel kunnugur á þessum slóðum, fræddi menn nánar um staðhætti.

Næst lá leiðin að Vörðufelli þar sem lengi hefur verið uppi hugmynd um að byggja dæluvirkjun sem varaaflsstöð fyrir álverið í Straumsvík eða aðra tímabundna orkuþörf. Uppi á Vörðufelli er stöðuvatn, Úlfsvatn, sem gæti þjónað sem endurfyllanlegt lón fyrir tímabundna orkuframleiðslu með „reversible pump-turbine“ tækni. Farið var yfir virkjunaráformin og skoðað hvar sjáanleg mannvirki yrðu staðsett. Ekki var farið upp á Vörðufell.

Hvita-VordufellGuðni Guðbergsson og Einar Torfi Finnsson virða fyrir sér Hvítá. Vörðufell í fjarska handan árinnar. Mynd: HHS

Þá voru skoðaðar aðstæður við fyrirhugaða Hestvirkjun (sem kemur í stað fyrri hugmynda um Hestvatnsvirkjun, þar sem miðla átti Hvítá í Hestvatn). Nú er um að ræða rennslisvirkjun þar sem Hvítá yrði stífluð við miðja austurhlíð Hestfjalls þar sem stöðvarhúsið yrði, síðan veitt í affallsskurði gegnum fjallið og skilað út við Brunnastaðaflatir. Þannig drægi verulega úr vatnsmagni Hvítár meðfram suðaustur hluta Hestfjalls.

Hvita-HestfjallHestfjall ber við himin, Hvítá í forgrunni. Horft að fyrirhuguðu stíflustæði Hestvirkjunar (vinstra megin í fjallinu á þessari mynd). Mynd: HHS

Að lokum var skoðað fyrirhugað virkjunarsvæði Selfossvirkjunar, þar sem ráðgert er að stífla Ölfusá við fyrirhugaða nýja brú hjá Selfossi, með stöðvarhúsi í sjálfri stíflunni á vestari bakka árinnar. Ljóst er að grunnvatnsborð mundi hækka verulega kringum inntakslónið og mögulega gætu klakastíflur í vorleysingum valdið verulegum flóðum ofan við stífluna.

Hinir mörgu sérfræðingar sem tóku þátt í ferðinni deildu þekkingu sinni og reynslu allan tímann og voru menn sammála um að ferðin hefði verið mjög fræðandi og gagnleg.