Virkjunarkostir í 4. áfanga

Virkjunarkostir sem ekki höfðu áður komið til mats í rammaáætlun

Í ljós kom, í fyrri hluta áfangans , að verkefnisstjórn 4. áfanga gat ekki tekið til mats virkjunarkosti í biðflokki gildandi rammaáætlunar, þ.e. þá kosti sem Alþingi hafði flokkað í biðflokk með þingsályktun í janúar 2013. Einnig kom í ljós að verkefnisstjórn var ekki heimilt að taka til frekara mats þá kosti sem verkefnisstjórn 3. áfanga hafði flokkað og sem biðu afgreiðslu Alþingis. 

Nánari upplýsingar um virkjunarkosti í 4. áfanga er að finna í kafla 2.3 í skýrslu verkefnisstjórnar

Nýir virkjunarkostir frá Orkustofnun í janúar og apríl 2020:

Orkustofnun sendi verkefnisstjórn þann 31. janúar 2020 tólf virkjunarkosti; sex vindorkukosti,
fimm vatnsorkukosti og einn jarðvarmakost (Tafla 1). Þann 1. apríl 2020 kom svo önnur sending
virkjunarkosta frá Orkustofnun til verkefnisstjórnar (Tafla 2) og voru kostirnir þá orðnir 45; þrjú
jarðvarmaver, sjö vatnsorkuver, ein sjávarfallavirkjun og 34 vindorkuver. Hinn 5. ágúst 2020 bárust verkefnisstjórn gögn frá Orkustofnun varðandi stækkun jarðvarmaversins í Svartsengi og sá kostur (R4293A Stækkun orkuversins í Svartsengi) var formlega afhent til umfjöllunar í 4. áfanga með tölvubréfi frá Orkustofnun þann 30. október 2020.

Ekki fylgdu fullnægjandi gögn með öllum þeim kostum sem taldir eru upp í töflum 1 og 2. Því voru einungis 13 kostir metnir í áfanganum, sjá töflu 3 neðar á síðunni.

Tafla 1. Virkjunarkostir sem Orkustofnun afhenti 30. janúar 2020:

Nr. í 4. áfanga Nafn virkjunarkostar Framkvæmdaaðili Uppsett afl, MW Orkugeta, GWst/ár Orkugjafi 
R4292ABolaaldaReykjavík Geothermal100815Jarðhiti
R4103A Skúfnavatnavirkjun Vesturverk 16 86 Vatnsafl 
R4158A Hamarsvirkjun Hamarsvirkjun ehf. 60 232 Vatnsafl 
R4160A Vatnsfellsstöð - stækkun Landsvirkjun 55 10-20 Vatnsafl 
R4161A Sigöldustöð - stækkun Landsvirkjun 65 6-10 Vatnsafl 
R4162A Hrauneyjastöð - stækkun Landsvirkjun 90 9-12 Vatnsafl 
R4303A Hnotasteinn Quadran Iceland Development 1190 Vindorka 
R4318A Sólheimar Quadran Iceland Development162,4 Vindorka 
R4319A Grímsstaðir Quadran Iceland Development134 Vindorka 
R4320A Norðanvindur Quadran Iceland Development 34 Vindorka 
R4321A Þorvaldsstaðir Quadran Iceland Development45 Vindorka 
R4330A Butra Quadran Iceland Development 18 78 Vindorka 

1: Nú Qair

Tafla 2: Virkjunarkostir sem Orkustofnun afhenti 1. apríl 2020:

Nr. í 4. áfanga Nafn virkjunarkostar Framkvæmdaaðili Uppsett afl, MW Orkugeta, GWst/ár Orkugjafi 
 R4328AVindorkugarður í Garpsdal EM Orka ehf. 88,2 366,3 Vindorka 
R4305A Vindheimavirkjun Fallorka ehf. 40 120 Vindorka 
R4304A Hrútmúlavirkjun Gunnbjörn ehf. 85 300 Vindorka 
R4331A Alviðra Hafþórsstaðir ehf. 30 100 Vindorka 
R4323A Haukadalsgarður HS Orka 100 350 Vindorka 
R4324A Reyðarárgarður HS Orka 50 175Vindorka 
R4322A Reykjanesgarður HS Orka 100 350 Vindorka 
R4301B Búrfellslundur - endurhönnun Landsvirkjun 120 440 Vindorka 
R4332A Brekknaheiði Langanesbyggð 220 880 Vindorka 
R4333ASauðanesháls Langanesbyggð 100 340 Vindorka 
R4334ALanganesströnd Langanesbyggð 160 700 Vindorka 
R4335AViðvíkurheiði Langanesbyggð 50 190 Vindorka 
R4336ABakkaheiði Langanesbyggð 110 440 Vindorka 
R4363ATröllárvirkjun Orkubú Vestfjarða 13,7 82 Vatnsafl 
R4276BÖlfusdalur 1 Orkuveita Reykjavíkur Jarðhiti 
R4337AFoss í Hrunamannahreppi Quadran Iceland Development 256 291 Vindorka 
R4338ATjörn á Vatnsnesi Quadran Iceland Development 56 297 Vindorka 
R4339AMúli í Borgarbyggð Quadran Iceland Development 72,8 367 Vindorka 
R4159A Hvanneyrardalsvirkjun Vesturverk ehf 13,5 80,2 Vatnsafl 
R4327A Nónborgir Vesturverk ehf 100 400 Vindorka 
R4329A Sandvíkurheiðargarður Vopnafjarðarhreppur 110 440 Vindorka 
R4306A Mosfellsheiðarvirkjun I Zephyr Iceland 75 285 Vindorka 
R4307A Mosfellsheiðarvirkjun II Zephyr Iceland 75 290 Vindorka 
R4308A Mýrarvirkjun Zephyr Iceland 10 39 Vindorka 
R4309A Hálsvirkjun Zephyr Iceland 75 310 Vindorka 
R4310A Lambavirkjun Zephyr Iceland 250 1055 Vindorka 
R4311A Hrútavirkjun Zephyr Iceland 75 270 Vindorka 
R4312A Austurvirkjun Zephyr Iceland 200 775 Vindorka 
R4313A Klausturselsvirkjun Zephyr Iceland 250 910 Vindorka 
R4313A Slýjavirkjun Zephyr Iceland 75 280 Vindorka 
R4315A Keldnavirkjun Zephyr Iceland 30 93 Vindorka 

1: Einungis varmaorka, 50 MWth

2: Nú Qair

Nýir virkjunarkostir sem metnir voru í 4. áfanga

Í töflu 3 eru taldir upp þeir kostir sem metnir voru af faghópum í 4. áfanga:

Nr. í 4. áfanga Nafn virkjunarkostar Framkvæmdaaðili Uppsett afl, MW Orkugeta, GWst/ár Orkugjafi 
R4293ASvartsengi (stækkun) HS Orka 50  Jarðhiti 
R4158A Hamarsvirkjun Hamarsvirkjun ehf 60 232 Vatnsafl 
R4160AVatnsfellsstöð - stækkunLandsvirkjun5510-20Vatnsafl 
R4161ASigöldustöð - stækkun Landsvirkjun 65 6-10 Vatnsafl 
R4162AHrauneyjastöð - stækkun Landsvirkjun 90 9-12 Vatnsafl 
R4103ASkúfnavatnavirkjun Vesturverk 16 86 Vatnsafl 
R4363ATröllárvirkjun Orkubú Vestfjarða 13,7 82 Vatnsafl 
R4159AHvanneyrardalsvirkjun Vesturverk ehf 13,5 80,2 Vatnsafl 
R4331A Alviðra Hafþórsstaðir ehf 30 100 Vindorka 
R4301BBúrfellslundur - endurhönnun Landsvirkjun 120 440 Vindorka 
R4318ASólheimarQuadran Iceland Development 151 Vindorka 
R4328A
Vindorkugarður í Garpsdal EM Orka ehf 88,2 366,3 Vindorka 
R4305A Vindheimavirkjun     Fallorka ehf 40 120 Vindorka