Verkefnistjórn 4. áfanga
Fulltrúar í verkefnisstjórn 2017-2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar var skipuð af Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í apríl 2017.
Þann 26. ágúst 2019 lét Helgi Jóhannesson af störfum og var Hilmar Gunnlaugsson tilnefndur sem aðalmaður í verkefnisstjórn í hans stað.
Þann 8. febrúar 2021 tók Guðjón Bragason, varamaður Elínar R. Líndal, sæti hennar sem fulltrúi í verkefnisstjórninni.
Í verkefnisstjórninni sátu:
- Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða, formaður, skipuð án tilnefningar
- Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor, skipuð án tilnefningar
- Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Hilmar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri hjá Akureyrarstofu, tilnefndur af forsætisráðuneyti
- Guðjón Bragason, sviðsstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Varamenn þeirra voru, í sömu röð,
- Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, varamaður formanns, skipaður án tilnefningar
- Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri úrvinnslu- og rannsóknasviðs Veðurstofu Íslands, skipuð án tilnefningar
- Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Laufey Jóhannsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, tilnefnd af forsætisráðuneyti
Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar var Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Erindisbréf verkefnisstjórnar
Hér fer á eftir texti erindisbréfs verkefnisstjórnar, dagsett hinn 5. apríl 2017:
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar yður hér með aðalfulltrúa í verkefnisstjórn rammaáætlunar til næstu fjögurra ára, sbr. lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.
Verkefnisstjórnin er þannig skipuð:
Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða, formaður, skipuð án tilnefningar.
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, varamaður formanns, skipaður án tilnefningar.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor, skipuð án tilnefningar.
Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri úrvinnslu- og rannsóknasviðs Veðurstofu Íslands, til vara, skipuð án tilnefningar.
Tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti:
Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR, aðalfulltrúi.
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, til vara.
Hilmar Gunnlaugsson, hæstartéttarlögmaður, aðalfulltrúi (tók við af Helga Jóhannessyni 26. ágúst 2019).
Laufey Jóhannsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, til vara.
Tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti:
Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri hjá Akureyrarstofu, aðalfulltrúi.
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, til vara.
Tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga:
Elín R. Líndal, sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, aðalfulltrúi.
Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, til vara.
Verkefnastjórn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar við undirbúning að gerð tillagna fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun, sbr. 8.-11. gr. laganna. Markmið laganna er að tryggja að nýting landsvæða þar sem möguleikar eru á orkuvinnslu byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Verkefnisstjórnin fjallar um virkjunarhugmyndir og landsvæði í samræmi við beiðnir þar um og getur einnig endurmetið virkjunarhugmyndir og landsvæði gildandi áætlunar.
Samkvæmt lögum nr. 48/2011 ber verkefnisstjórn að skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum til að fara yfir virkjunaráform og skal hún að fengnum niðurstöðum faghópa vinna drög að tillögum um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða. Að loknu samráðs- og kynningarferli og umhverfismati í samræmi við lög nr. 105/2006 ber verkefnisstjórn að leggja fyrir ráðherra rökstuddar tillögur um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun landsvæða.
Ráðuneytið leggur áherslu á að í byrjun starfsins taki verkefnisstjórn saman og kynni þá aðferðafræði sem hún hyggist beita í 4. áfanga, að höfðu samráði við ráðuneytið. Þar verði sérstaklega höfð til hliðsjónar reynsla af fyrri áföngum í vinnu verkefnisstjórnar.
Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að verkefnisstjórnin starfi með þeim hætti að tryggt sé að almenningur hafi virka aðkomu og félagasamtök taki virkan þátt í öllu starfi við rammaáætlun.
Tillögum um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun landsvæða skal skilað til ráðherra innan fjögurra ára frá skipun verkefnisstjórnar.
Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar er Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ráðuneytin bera sjálf kostnað af sínum fulltrúum í verkefnisstjórninni, en laun fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvarðast af þóknananefnd fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Verkefnisstjórnin tekur þegar til starfa.
Undirritað: Björt Ólafsdóttir, Sigríður Auður Arnardóttir
Fundargerðir verkefnisstjórnar 2021
- 58.-73. fundur verkefnisstjórnar 04.-30.03.2021
- 57. fundur verkefnisstjórnar 02.03.2021
- 56. fundur verkefnisstjórnar 18.02.2021
- 55. fundur verkefnisstjórnar 17.02.2021
- 54. fundur verkefnisstjórnar 13.02.2021
- 53. fundur verkefnisstjórnar 25.01.2021
- 52. fundur verkefnisstjórnar 20.01.2021
Fundargerðir verkefnisstjórnar 2020
- 51. fundur verkefnisstjórnar 04.12.2020
- 50. fundur verkefnisstjórnar 27.11.2020 - uppfærð 21.12.2020 - Gögn
- 49. fundur verkefnisstjórnar 13.10.2020 - uppfærð 14.12.2020
- 48. fundur verkefnisstjórnar 25.09.2020
- 47. fundur verkefnisstjórnar 31.08.2020
- 46. fundur verkefnisstjórnar 02.07.2020
- 45. fundur verkefnisstjórnar 09.06.2020
- 44. fundur verkefnisstjórnar 14.05.2020
- 43. fundur verkefnisstjórnar 13.05.2020
- 42. fundur verkefnisstjórnar 27.04.2020
- 41. fundur verkefnisstjórnar 06.04.2020
- 40. fundur verkefnisstjórnar 19.02.2020
- 39. fundur verkefnisstjórnar 13.02.2020
- 38. fundur verkefnisstjórnar 06.02.2020
- 37. fundur verkefnisstjórnar 23.01.2020
Fundargerðir verkefnisstjórnar 2019
- 36. fundur verkefnisstjórnar 29.11.2019
- 35. fundur verkefnisstjórnar 31.10.2019
- 34. fundur verkefnisstjórnar 23.10.2019
- 33. fundur verkefnisstjórnar 11.09.2019
- 32. fundur verkefnisstjórnar 28.05.2019
- 31. fundur verkefnisstjórnar 21.05.2019
- 30. fundur verkefnisstjórnar 21.05.2019
- 29. fundur verkefnisstjórnar 27.03.2019
- 28. fundur verkefnisstjórnar 20.03.2019
- 27. fundur verkefnisstjórnar 18.02.2019
- 26. fundur verkefnisstjórnar 24.01.2019
- 25. fundur verkefnisstjórnar 09.01.2019
Fundargerðir verkefnisstjórnar 2018
- 24. fundur verkefnisstjórnar 19.12.2018
- 23. fundur verkefnisstjórnar 19.11.2018
- 22. fundur verkefnisstjórnar 27.08.2018
- 21. fundur verkefnisstjórnar 22.06.2018
- 20. fundur verkefnisstjórnar 08.06.2018
- 19. fundur verkefnisstjórnar 25.05.2018
- 18. fundur verkefnisstjórnar 17.05.2018
- 17. fundur verkefnisstjórnar 07.05.2018
- 16. fundur verkefnisstjórnar 19.03.2018
- 15. fundur verkefnisstjórnar 06.03.2018
- 14. fundur verkefnisstjórnar 05.03.2018
- 13. fundur verkefnisstjórnar 31.01.2018
Fundargerðir verkefnisstjórnar 2017
- 12. fundur verkefnisstjórnar 04.12.2017
- 11. fundur verkefnisstjórnar 20.11.2017
- 10. fundur verkefnisstjórnar 06.11.2017
- 9. fundur verkefnisstjórnar 09.10.2017
- 8. fundur verkefnisstjórnar 02.10.2017
- 7. fundur verkefnisstjórnar 18.09.2017
- 6. fundur verkefnisstjórnar 11.09.2017
- 5. fundur verkefnisstjórnar 30.08.2017
- 4. fundur verkefnisstjórnar 09.08.2017
- 3. fundur verkefnisstjórnar 12.06.2017
- 2. fundur verkefnisstjórnar 18.05.2017
- 1. fundur verkefnisstjórnar 04.05.2017