1 |
Suðurland - Farið við Hagavatn (Vatnasvið) |
Hagavatnsvirkjun (39) |
Kristinn Geir Steindórsson Briem |
Ég bý fyrir neðan virkjunina og sé sandstrókinn í rokinu. Það var reynt að græða upp sandinn en gekk ekki vegna sandfoks. Í sambandi við svo kallað ferðafólk þá er raskið á landinu nú þegar orðið það mikið að það skiptir ekki máli hvort það komi smá virkjun. Skil ekki kostnað við flutning á rafmagni.
Sjá nánar
|
3 |
Suðurland - Hvítá í Árnessýslu (Vatnasvið) |
Hestvatnsvirkjun (37) |
Kristinn Geir Steindórsson Briem |
Að mínu viti er þetta besti virkjunarkosturinn í neðri Hvítá. Það er hægt að hemja ána við Hestfjall og láta affallið renna í farvegi Hvítár og hindra rennsli niður í Flóa. Það minnkar líkur á klakastíflum við Hrossatanga en þar er land nokkuð ósnortið. Hluti af eigendum eru "grænir" svo að samningar gætu orðið erfiðir.
Sjá nánar
|
4 |
Almenn umsögn |
|
Samorka |
Að mati Samorku væri vænlegast að styðjast við röðun verkefnisstjórnar, en á óvart kemur að verulega er vikið frá henni í tillögunni. Að hámarki um 700 MW í nýtingarflokki eru á því stigi að hægt væri að gera samninga um sölu á orkunni innan 2 ára, miðað við hugsanlega afhendingu innan 4-6 ára.
Sjá nánar
|
6 |
Almenn umsögn |
|
Flóahreppur |
Sveitarstjórn Flóahrepps fagnar framkominni þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og hvetur Alþingi til þess að afgreiða hana.
Sjá nánar
|
7 |
Almenn umsögn |
|
Fljótsdalshérað |
Ekki voru gerðar neinar athugasemdir.
Sjá nánar
|
8 |
Norðausturland - Gjástykkissvæði (Háhiti) |
Gjástykki (100) |
Hreinn Hjartarson |
Ég mótmæli ofbeldi stjórnvalda að þvinga Gjástykki í verndarflokk þvert á niðurstöður sérfræðinga rammáætlunar.
Faghópar rammaáætlunar mátu 50 möguleg virkjunarsvæða á Íslandi. Í þeim samanburði taldist Gjástykki 26. mikilvægasta svæðið af um 50 til verndunar. Ekki var kastað til höndum við þetta mikilvæga mat og þá búið að leggja hátt í tvo milljarða í matsferlið. Til verksins völdust margir okkar færustu sérfræðingar á ýmsum á ýmsum þekkingarsviðum. Þvert á niðurstöður sérfræðinga er lagt til að Gjástykki verði friðað
Sjá nánar
|
9 |
Reykjanesskagi - Hengilssvæði (Háhiti) |
Grændalur (77) |
Hveragerðisbær - bæjarráð |
Hvergerðingar og aðrir fylgjendur skilyrðislausrar verndunar Bitru,
Reykjadals og Grænsdals fagna tillögu til þingsályktunar um vernd og
nýtingu náttúrusvæða sem gerir ráð fyrir verndun á umræddu svæði. Með
því er sérstaða dalanna og svæðisins hér ofan byggðar í Hveragerði
viðurkennd en fyrir þessu höfum við barist allt frá því fyrsta hugmynd um
Bitruvirkjun kom fram.
Sjá nánar
|
12 |
Suðurland - Skaftá (Vatnasvið) |
Búlandsvirkjun (40) |
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir |
Rök fyrir því hvers vegna ég tel Búlandsvirkjun eiga að færast úr biðflokk upp í verndunarflokk
Sjá nánar
|
13 |
Almenn umsögn |
|
Gísli Már Gíslason |
Meðfylgjandi eru tvær greinar sem ég birti í Morgunblaðinu 27. ágúst og 1. september þar sem koma fram rökstuddar skoðanir mínar á þingsályktunartillögunni. 1. Ég fagna þingsályktunartillögunni og 2. bendi ég á að þegar hafa 34 náttúrusvæði verið tekin undir vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir.
Sjá nánar
|
14 |
Reykjanesskagi - Hengilssvæði (Háhiti) |
Bitra (74) |
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar |
Með framlagðri tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er reynt að sætta ólík sjónarmið um vernd og nýtingu landsvæða. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hvetur Alþingi til að samþykkja tillöguna svo að hefja megi nú þegar markvissa uppbyggingu í nýtingu orkuauðlinda á þeim svæðum sem sátt er um að nýta til slíks.
Sjá nánar
|
15 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Norðlingaölduveita - 566-567,5 m y.s. (27) |
Skeiða-og Gnúpverjahreppur |
Nokkrir virkjanakostir sem eru á skipulagssvæði sveitarfélagsins í Hvítá og Þjórsá eru teknir fyrir í rammaáætlun og raðað í mismunandi flokka eftir því sem verkefnastjórnin telur viðeigandi.
Fjórir af fimm sveitarstjórnarmönnum í Skeiða-og Gnúpverjahreppi gera ekki athugasemdir við þá röðun að öðru leiti en því að við teljum að Norðlingaölduveita í 566-567,5 m y.s. án setlóns hefði átt að fara í biðflokk en ekki í verndunarflokk eins og tillagan gerir ráð fyrir.
Sjá nánar
|
16 |
Suðurland - Hólmsá (Vatnasvið) |
Hólmsárvirkjun neðri við Atley (21) |
Orkusalan ehf. |
Orkusalan fagnar því að nú hilli undir lok hinnar viðamiklu vinnu sem liggur að baki annars áfanga rammaáætlunar og vonar að með þeirri vinnu verði hægt að nálgast sátt um orkuöflun og nýtingu í landinu. Þær niðurstöður sem sjá má í þeim drögum að tillögu til þingsályktunar sem nú liggja frammi til umsagnar komu þó forsvarsmönnum Orkusölunnar verulega á óvart, en eini virkjanakosturinn sem Orkusalan ehf. er með í undirbúningi, Hólmsárvirkjun neðri við Atley (nr. 21), er þar settur í biðflokk.
Orkusalan telur með vísan til þessa að röðun á virkjanakosti Hólmsár með miðlunarlóni við Atley í biðflokk sé byggð á misskilningi eða mistökum við vinnslu matsins sem liggur til grundvallar þeirri röðun og væntir þess að það mat verði endurskoðað og leiðrétt áður en að tillagan til þingsályktunar verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar. Það er mat Orkusölunnar að ekkert hafi komið fram í vinnu rammaáætlunar sem gefi tilefni til annars en að þessi virkjunarkostur, sem hentar sérstaklega vel til að virkja fyrir almennan markað með mjög takmörkuðum umhverfisáhrifum, verði settur í nýtingarflokk.
Sjá nánar
|
17 |
Suðurland - Hólmsá (Vatnasvið) |
Hólmsárvirkjun neðri við Atley (21) |
Vigfús Gunnar Gíslason |
Takk fyrir að fá tækifæri til að koma á framfæri ábendingum varðandi Hólmsárvirkjun neðri með stíflu við Atley (21).
Við umræður um þennan virkjunarkost hefur lítið verið minnst á gríðarleg óafturkræf áhrif á einstök víðerni og náttúruperlur.
Mitt mat er, Hólmsárvirkjun neðri í verndarflokk
Sjá nánar
|
18 |
Norðausturland - Gjástykkissvæði (Háhiti) |
Gjástykki (100) |
Eiríkur S. Svavarsson, hrl. |
Helstu atriði þessarar umsagnar eru:
- Gildandi svæðisskipulag, sem er staðfest af umhverfisráðherra, gerir ráð fyrir þeim möguleika að nýta 2,45 % af landssvæði Gjástykkis til allt að 45 MW orkunýtingar.
- Svæðisskipulagið var unnið í tengslum við fyrirætlanir um orkuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem ríkisstjórnin átti aðkomu að.
- Niðurstaða faghópa rammaáætlunar leiddu ekki til þeirrar niðurstöðu að setja ætti Gjástykki í heild í verndarflokk.
- Gögn málsins benda til þess að skoðanakönnun verkefnastjórnar hafi ráðið úrslitum um að Gjástykki var sett í verndarflokk. Nafnlaus skoðanakönnun meðal 12 fulltrúa verkefnastjórnar getur hvorki talist faglegur né málefnalegur grundvöllur að ákvörðun um að setja Gjástykki í verndarflokk, sérstaklega þegar niðurstaða skoðanakönnunarinnar er í andstöðu við gildandi svæðisskipulag og meginniðurstöðu faghópa rammaáætlunar.
- Óbreytt ákvörðun um Gjástykki í verndarflokk getur leitt til bótaskyldu vegna tjóns þeirra sem lagt hafa til grundvallar gildandi svæðisskipulag í undirbúningi sínum að atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Áskilinn er réttur til skaðabóta.
- Stjórnvöld eru bundin af því ferli friðlýsingar sem þau hófu þann 18. mars 2010 og verða að ljúka honum í samræmi við gildandi ákvæði náttúruverndarlaga áður en þau leita fyrir sér um verndun umrædds landsvæðis á öðrum grundvelli.
Sjá nánar
|
19 |
Norðausturland - Skjálfandafljót (Vatnasvið) |
Eyjadalsárvirkjun (11) |
Fallorka ehf. |
Fyrirhuguð virkjun er 8 MW þ.e. minni en þau 10 MW sem kveðið er á um í lögum nr. 48/2011. Er því farið fram á að hún verði tekin út úr tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Sjá nánar
|
20 |
Almenn umsögn |
|
Hrunamannahreppur |
Hér sendist bókun hreppsnefndar Hrunamannahrepps á fundi þann 3. nóv. sl. varðandi rammaáætlunina.
.
Sjá nánar
|
21 |
Almenn umsögn |
|
Hafnarfjarðarbær |
Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða – umsögn Hafnarfjörður 27.10.11.
Hafnarfjarðarbæ hefur borist erindi iðnaðarráðuneytisins dags. 19.08.11 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Umsagnarfrestur er til 11.11.11.
Í áætluninni er fjallað um fjögur svæði í Krýsuvík. Eitt þessara svæða, Austurengjar, er innan lögsögu Hafnarfjarðar, en þrjú svæði, Sandfell, Sveifluháls og Trölladyngja eru innan lögsögu Grindavíkur. Hafnarfjarðarkaupstaður á þó mikilla hagsmuna að gæta varðandi öll þessi svæði sem eigandi jarðhitaréttinda í Krýsuvíkurlandinu öllu, jafnt eignarlandi bæjarins sem þess hluta sem er í lögsögu Grindavíkur.
Nýtingarflokkur.
Sandfell og Sveifluháls eru sett í nýtingarflokk, virkjanahugmyndir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öðrum skilyrðum.
Hafnarfjarðarbær gerir ekki athugasemd við flokkun Sandfells.
Nokkuð er óljóst hvað átt er við með Sveifluhálsi, sem er mjög stórt svæði, og þarf nánari skilgreiningar við. Hafnarfjarðarbær bendir á að HS-Orka hefur fengið framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholur í Seltúni, sem er að hluta raskað svæði á Sveifluhálssvæðinu, og er lagt til að það svæði verði sett í biðflokk, þar til nánari ákvörðun hefur verið tekin um það í auðlindastefnu Hafnarfjarðar.
Biðflokkur.
Trölladyngja og Austurengjar eru sett í biðflokk - virkjanahugmyndir sem þurfa frekari skoðunar með betri upplýsingum svo skoða megi hvort þær ættu að raðast í verndunarflokk eða nýtingarflokk.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á að í viðræðum við HS-Orku setti Hafnarfjarðarbær sig alfarið á móti rannsóknarborunum við Austurengjahver, þar sem það þótti of viðkvæmt svæði frá náttúruverndarsjónarmiði. Í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 Krýsuvík, er Austurengjahver og svæðið umhverfis hann hverfisverndað. Í viðræðum við HS-Orku kom fram sú hugmynd að skábora niður í hverinn, en því hefur ekki verið fylgt nánar eftir, og þyrfti þá að skoða hvaða áhrif dæling hefði á hverinn, þó svo að svæðinu kringum hann yrði ekki raskað. Svæðið getur verið í biðflokki þar til nánari ákvörðun hefur verið tekin um það í auðlindastefnu Hafnarfjarðar.
Varðandi Trölladyngju bendir Hafnarfjarðarbær á að á því svæði eru nú þegar tvö borplön og vegur inn á svæðið.
Verndunarflokkur
Virkjanahugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsagagnvart orkuvinnslu:
Ekkert svæði í Krýsuvík er sett í þennan flokk.
Uppfærð umsögn 11. nóv,
Sjá nánar
|
22 |
Almenn umsögn |
|
RARIK |
RARIK fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið við annan áfanga rammaáætlunar og vonar að með þeirri vinnu náist sátt um framkvæmdir við orkuöflun og undirbúning virkjana í landinu. Mikilvægt er að slík sátt náist. Þær niðurstöður sem nú liggja fyrir í drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða og eru til umsagnar koma þó á óvart, þar sem allir virkjanakostir sem RARIK og dótturfélög þess hafa unnið að á undanförnum árum lenda ýmist í biðflokki eða verndarflokki. RARIK undrast að tveir af þeim kostum sem fyrirtækið og dótturfélög þess hafa rannsakað og undirbúið undanfarin ár hafi ekki verið teknir til umfjöllunar hjá öllum faghópum rammaáætlunar og lendi því í biðflokki, þrátt fyrir að annar þeirra hafi farið í gegnum mat á umhverfisáætlunum. Þá er að mati RARIK a.m.k. einn af þeim virkjanakostum sem undirbúnir hafa verið af dótturfélögum fyrirtækisins, Hólmsárvirkjun (nr. 21), þeirrar gerðar að öll rök hníga að því að hann eigi heima í nýtingarflokki. Um flesta virkjanakosti má deila og seint verða allir á eitt sáttir, en að mati RARIK hefur ekkert hafi komið fram í vinnu rammaáætlunar sem gefur tilefni til annars en að ætla að þessi virkjunarkostur, sem hentar sérstaklega vel til að virkja fyrir almennan markað, með mjög takmörkuðum umhverfisáhrifum, ætti að flokkast í nýtingarflokk.
Sjá nánar
|
23 |
Suðurland - Hólmsá (Vatnasvið) |
|
Runólfur Birgir Leifsson |
Ég vil taka undir með Vigfúsi Gíslasyni frá Flögu og legg til að þetta svæði verði verndað og þar með hætt við fyrirhugaða Hólmsárvirkjun.
Sjá nánar
|
24 |
Suðurland - Farið við Hagavatn (Vatnasvið) |
Hagavatnsvirkjun (39) |
Bláskógabyggð |
Athugasemdir sveitarstjórnar Bláskógabyggðar lúta að því, að virkjunarkosturinn Hagavatnsvirkjun verði flutt til um flokk, þ.e. úr biðflokki í orkunýtingarflokk. Meðfylgjandi er bréf sveitarstjórnar til Iðnaðarráðuneytisins með athugasemd þar að lútandi.
Sjá nánar
|
25 |
Almenn umsögn |
|
Ásdís Thoroddsen |
Hér með sendi ég inn almenna umsögn sem samin er út frá reynslu minni sem leiðsögumaður fyrir útlendinga á Íslandi, kvikmyndagerðarmaður og ekki hvað síst út frá áhugamáli mínu sem er útivist.
Ásdís Thoroddsen.
Sjá nánar
|
26 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Svanhvít Hermannsdóttir |
Athugasemd gerð við fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Engin sátt er um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ýmsum mikilvægum spurningum varðandi fyrirhugaða virkjun hefur ekki verið svarað með traustvekjandi hætti. Verðmæti liggja í ósnortinni náttúru og mikilvægt að hún fái að nóta vafans.
Sjá nánar
|
27 |
Almenn umsögn |
|
Orkustofnun |
Orkustofnun vísar til erindis iðnaðarráðuneytis, dags. 19. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar og athugasemda Orkustofnunar við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem lögð verður fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011-2012.
Orkustofnun hefur kynnt sér efni framangreindrar þingsályktunartillögu og gerir ekki athugasemdir við það markmið tillögunnar að fela ríksisstjórninni að vinna að framkvæmd þeirrar áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða sem er að finna í umræddu þingskjali.
Orkustofnun vekur athygli á að við undirbúningsvinnu við áætlun um vernd og orkunýtingu sat Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri í verkefnastjórn til að ljúka 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem formaður faghóps IV, tilnefndur af Orkustofnun. Einnig hafa starfsmenn Orkustofnunar komið að starfi rammaáætlunar með margvíslegum hætti. Orkustofnun er því aðili máls og sér þess vegna ekki ástæðu til að tjá sig um megin efnisþætti tillögunnar.
Það er mat Orkustofnunar að tillöguna beri að skoða sem heild, þar sem reynt er að skapa jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða varðandi verndun og nýtingu. Orkustofnun gæti hafa komist að annarri niðurstöðu varðandi einstaka virkjunarkosti. Eðli málsins samkvæmt eru mestir hagsmunir fólgnir í því að sköpuð verði skýr framtíðarsýn um verndun og orkunýtingu eins og tillagan gerir ráð fyrir og þannig verði lagður grunnur að stöðugu umhverfi fyrir atvinnuuppbyggingu á sviði orkuiðnaðar, ferðamála og annarrar landnýtingar.
Virðingarfyllst,
f. h. Orkumálastjóra
Kristinn Einarsson / Skúli Thoroddsen
Sjá nánar
|
28 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Skálmholt 801 Selfoss |
Urriðafossvirkjun fari í biðflokk á meðan vísindalegar niðurstöður skortir í mörgum málaflokkum og framkvæmdaaðili fái tækifæri til að gera nýtt umhverfismat.
Lífríki Þjórsár er sérstakt. Hugmyndir Landsvirkjunar um á hvern hátt því verður bjargað eru ótrúverðugar.
Sjá nánar
|
29 |
Suðurland - Hólmsá (Vatnasvið) |
Hólmsárvirkjun neðri við Atley (21) |
Jóna Lísa Gísladóttir |
Umsögn - Hólmsárvirkjun
Sjá nánar
|
30 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Jóhanna Jóhannsdóttir í Haga |
Hingað til hafa stórbýli eins og landnámsjörðin Hagi staðið fyrir sínu og varla batnar jörðin við að túnunum sé sökkt. Það er þó eitt af því sem Landsvirkjun heldur blákalt fram. Ég hef ekki trú á að bændur hér, jafnvel geysimiklir og góðir bændur, sjái framtíð í búskap við ísgrátt jökullón og næstu bæi í eyði. En við ræðum það ekki. Það er mikil hætta á því að hér bregði menn búi á bestu jörðunum í sveitinni, sögufrægum landnámsjörðum, sem búið hefur verið á um ómunatíð.
Sjá nánar
|
31 |
Almenn umsögn |
|
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga |
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem leggja áherslu á að niðurstöður þeirrar þverfaglegu vinnu sem liggur að baki þingsályktunartillögunnar verði grundvöllur sátta um virkjun orku og nýtingu hennar framtíðinni. Samtökin hvetja því til að tillagan verði samþykkt.
Sjá nánar
|
32 |
Suðurland - Farið við Hagavatn (Vatnasvið) |
Hagavatnsvirkjun (39) |
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu |
Í ljósi nýrra áætlana um virkjun Hagavatns með umhverfissjónarmið að leiðarljósi er brýnt að þessi virkjunarkostur verði endurmetinn og fluttur í orkunýtingarflokk úr biðflokki.
Sjá nánar
|
33 |
Almenn umsögn |
|
Alþýðusamband Íslands |
ASÍ lýsir yfir ánægju með að ráðist hafi verið í gerð áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það hefur verið skoðun ASÍ að nauðsynlegt sé að fyrir liggi skýr og markviss stefna um sjálfbæra nýtingu og verndum auðlinda. ASÍ leggur áherslur á samvinnu ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins.
Sjá nánar
|
34 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Halldóra Gunnarsdóttir |
Legg til að virkjanir í neðri hluta Þjórsár verði færðar úr nýtingarflokki í biðflokk. Sjónræn áhrif verða mikil og rannsóknir skortir á veigamiklum þáttum á lífríki í og við Þjórsá og sjávarins úti fyrir ósum hennar. Samfélagsáhrif hafa ekki verið rannsökuð en þau eru veruleg og neikvæð nú þegar í byggðunum við Þjórsá.
Sjá nánar
|
35 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Sigríður Guðjónsdóttir |
Ég mótmæli virkjunum í neðri hluta Þjórsár og vil að þær verði færðar úr nýtingarflokki. Ég mótmæli því að til standi að eyðileggja mikilvæga og merkilega fiskistofna í Þjórsá og taka áhættu með fiskinn í sjónum. Að ætla að virkja í hlaðvarpanum hjá hópi af fólki, það er ekki mönnum bjóðandi.
Sjá nánar
|
36 |
Suðurland - Skaftá (Vatnasvið) |
Búlandsvirkjun (40) |
Jóna Björk Jónsdóttir |
Ég, Jóna Björk Jónsdóttir, geri eftirfarandi athugasemdir við Búlandsvirkjun og tel að hana eigi að flytja úr biðflokki í verndunarflokk.
Sjá nánar
|
37 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Almar Sigurðsson |
Athugsemdir við fyrirhugaða Urriðafossvirkjun vegna náttúruspjalla og samfélagslegra áhrifa.
Sjá nánar
|
38 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Guðfinna Eydal |
Umsögnin beinist eingöngu að fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár, einkum Hvammsvirkjun. Því er mótmælt að þessi virkjun sé sett í nýtingarflokk og farið fram á að hún sé sett í verndunarflokk eða a.m.k. biðflokk. Hvammsvirkjun hefði í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Sjá nánar
|
40 |
Almenn umsögn |
Gjástykki (100) |
Þingeyjarsveit |
. Lagt er til að það svæði Gjástykkis sem gerir ráð fyrir þeim möguleika að hagnýta allt að 45 MW afl til orkuframleiðslu fari í biðflokk en ekki verndarflokk.
Sjá nánar
|
41 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Ragnar Böðvarsson |
Ég legg eindregið til að Urriðafossvirkjun verði sett í biðflokk.
Sjá nánar
|
42 |
Almenn umsögn |
|
Jóhanna Einarsdóttir |
Geri alvarlega athugasemd við fyrirhugaða virkjun Urriðafoss. Vatnsmesti foss landsins, einstök náttúrperla. Þetta á að víkja fyrir skammtíma gróðasjónarmiðum. Hefur þessi þjóð ekki enn lært af mistökunum.
Sjá nánar
|
44 |
Suðurland - Farið við Hagavatn (Vatnasvið) |
Hagavatnsvirkjun (39) |
Ólafur Björnsson hrl |
Umsögn
landeigenda Úthlíðartorfu, Bláskógabyggð vegna fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar.
Til margra ára hefur það verið mikið hagsmunamál hjá landeigendum Úthlíðartorfu, í Biskupstungum, nú innan sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, að endurheimta fyrri hámarksstærð Hagavatns með stíflugerð til að hefta sandfok og endurheimta gróðurþekju á nærliggjandi svæðum. Samhliða því hafa landeigendur haft hug á því að nýta þá framkvæmd og vatn Hagavatns til orkuframleiðslu með það að markmiði að auka hagkvæmni þeirrar framkvæmdar.
Landgræðsla ríkisins hefur einnig verið áhugasöm um þetta verkefni og unnið að rannsóknum þar að lútandi.
Landeigendur gerðu árið 2007 samning við Orkuveitu Reykjavíkur, Landgræðsluna og Bláskógabyggð, um uppbyggingu á svæðinu, en OR var handhafi rannsóknarleyfis á mögulegri nýtingu Hagavatns og Farsins til raforkuframleiðslu frá 2006. Í samningi þessum lýstu þessir aðilar því yfir að þeir myndu hafa samstarf og samráð um könnun þess möguleika að endurheimta fyrri hámarksstærð Hagavatns.
Landeigendur Úthlíðartorfunnar lýstu þar yfir að þeir myndu standa að verkefninu m.a. með sölu/leigu á landi og/eða vatnsréttindum til virkjanaaðila. Nú liggur fyrir leigusamningur milli landeigenda og virkjanaaðila um land og vatnsréttindi á svæðinu.
Stefnt var að því að í ársbyrjun 2008 myndi liggja fyrir mat á hagkvæmni hugsanlegra framkvæmda. Aðilar voru sammála um að leiddu niðurstöður mats til þess að frekari rannsókna yrði þörf, myndu aðilar ákveða tilhögun áframhaldandi samstarfs og samráðs. Nú hefir Hlutafélagið Íslensk Vatnsorka ehf., kt. 410908-0930, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík gengið til liðs við verkefnið með samningum við Landeigendur og Orkuveitu Reykjavíkur.
Hið mikla jarðvegsfok frá svæðinu ætti flestum að vera alkunna, en oft á tíðum er þetta einna stærsti valdur að svifryksmengun á suðvesturhluta landsins, s.s. í Reykjavík. Því til stuðnings eru til margar loftmyndir.
Með tilliti til allra þeirra rannsókna sem hafa átt sér stað um umhverfisþætti svæðisins, eru landeigendur algerlega ósammála þeim rökstuðningi sem fram kemur í tillögu um þingsályktun, það sem lýtur að Hagavatnsvirkjun.
Fyrir liggja í dag hugmyndir um virkjun Hagavatns, sem hefur tekið umtalsverðum breytingum frá fyrri hugmyndum. Um er að ræða mun umhverfisvænni útfærslu. Virkjunin verði m.a. útfærð sem rennslisvirkjun sem mun tryggja mun stöðugra vatnsyfirborð ofan stíflu. Rafmagnstengingar verði að mestu leyti í jarðstrengjum. Vegslóðar og reiðleiðir verði samræmdar til að stemma stigu við utanvegaakstur m.a. við Jarlhettur.
Við framkvæmd virkjunarinnar opnast ýmsir möguleika á frekari tengingu við starfsemi ferðaþjónustu á svæðinu, en í Úthlíð er rekinn umfangsmikil ferðaþjónusta.
Landeigendur leggja áherslu á, að með þessari framkvæmd er verið að endurheimta fyrra horf Hagavatns, hefta jarðvegsfok, auka möguleika á landgræðslu og bæta lífsgæði íbúa á áhrifasvæði uppfoksins. Þá telja landeigendur að framkvæmdin sé jákvæði fyrir ferðaþjónusu á svæðinu.
Landeigendur Úthlíðartorfu fara þess eindregið á leit við iðnaðarráðuneytið og frummælendur fyrirliggjandi þingsályktunartillögu að Hagavatnsvirkjun verði færð til um flokk, þ.e. úr biðflokki í orkuvinnsluflokk. Önnur niðurstaða yrði óásættanleg skerðing á eignarréttindum landeigenda, og áskilja landeigendur sér allan rétt í því sambandi.
Landeigendur telja að mikill stuðningur sé við verkefnið í heimabyggð og benda á að ársþing SASS, haldið í Vík 28. og 29. október 2011 ályktaði um stuðning við hugmyndir um að vatnsyfirborð Hagavatns verði fært til upprunalegs horfs með stíflu í Farinu.
Selfossi 7. nóv. 2011.
f.h. landeigenda Úthlíðartorfu
________________________
Ólafur Björnsson hrl
Sjá nánar
|
45 |
Reykjanesskagi - Svartsengissvæði (Háhiti) |
Eldvörp (63) |
Grindavíkurbær |
Bæjarráð Grindavíkurbæjar fjallað um tillöguna og aflaði umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar. Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við tillöguna.
Með framlagðri tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er reynt að sætta ólík sjónarmið um vernd og nýtingu landsvæða og fagnar bæjarráð Grindavíkur því að áætlunin sé komin fram. Áætlunin skapar vonandi grunn til að nú geti hafist markviss uppbyggingu og nýting orkuauðlinda á þeim svæðum sem sátt er um að nýta og að sama skapi geti ferðaþjónusta og aðrar greinar nýtt þau tækifæri sem skapast með verndun annarra svæða.
Bæjarráð tekur hinsvegar undir álit skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkurbæjar að með áætluninni sé að vissu leyti gengið á skipulagsvald sveitarfélaganna og að eðlilegra sé að sveitarfélögin komi nánar að ákvörðun um verndun og orkunýtingu innan skipulagssvæðis sveitarfélaganna.
Sjá nánar
|
46 |
Almenn umsögn |
|
Landsvirkjun |
Helstu athugasemdir Landsvirkjunar lúta að röðun tiltekinna virkjunarkosta undir verndarflokk sem voru fyrir miðju í flokkun faghópa og Verkefnistjórnar. Í umsögninni færir Landsvirkjun rök fyrir endurskoðun á röðun umræddra virkjunarkosta og færslu þeirra úr verndarflokki í biðflokk.
Sjá nánar
|
47 |
Suðurland - Hverfisfljót (Vatnasvið) |
Hverfisfljótsvirkjun (15) |
Ragnar Jónsson |
Rök fyrir flutningi Hverfisfljótsvirkjunar úr biðflokki í nýtingarflokk.
Sjá nánar
|
48 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Gauti Gunnarsson |
Legg til að Urriðafossvirkjun fari ekki í nýtingarflokk.
Sjá nánar
|
50 |
Suðurland - Farið við Hagavatn (Vatnasvið) |
Hagavatnsvirkjun (39) |
Íslensk Vatnsorka ehf. |
Óskað er eftir því að virkjunarhugmyndir við Hagavatn falli í nýtingarflokk. Allt frá árinu 2007 hafa farið fram ítarlegar athuganir á útfærslu virkjunarhugmynda og áhrifum þeirra á umhverfið. Með breyttri útfærslu virkjunarinnar eru áhrifin hlutfallslega lítil og að miklu leyti jákvæð á umhverfið
Sjá nánar
|
52 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Guðbjörg Friðriksdóttir |
Fólk og samfélag hundsað við Þjórsá.
Fyrir rúmu ári sóttum við fund um rammaáætlun á Selfossi. Þar voru sýndar margar töflur og línurit um jarðfræði, hagfræði, líffræði og orkuvinnslumöguleika. Margir sérfræðingar útskýrðu fyrir fundargestum Á fundinn kom fjöldi fólks sem dvelur og býr í einstæðri náttúru við Þjórsá. Þetta fólk hafði áhyggjur af framtíðinni, umhverfi sínu og náttúru við Þjórsá.
En það var engin tafla um fólk. Og það voru engin svör um hvaða áhrif virkjanirnar við Þjórsá myndu hafa hvorki á samfélag, né daglegt líf og líðan þeirra sem kosið hafa að lifa sínu lífi nálægt ánni.
Í fyrsta og síðasta lagi vil ég því átelja harðlega að mannlega þáttinn vantar alveg í rammaáætlun. Það er forkastanlegt vegna þess að allir vita að deilur um virkjanir hafa verið deilur um líf og líðan fólks í samfélagi. Mín vegna mega sérfræðingar rammaáætlunar rannsaka hraunmyndanir og örverur eins og þeir vilja. En ég hlýt að spyrja, kemur engum við hvað fólki finnst um þessar virkjanir? Eru þessar virkjanir ekki á dagskrá vegna hagsmuna einhverra manna? Vegna hagsmuna samfélagsins. Og af hverju eru þá ekki teknir með hagsmunir neinna annarra en þeirra sem ætla að græða á framkvæmdunum? Eru þeirra hagsmunir ríkari en okkar hinna sem eigum allt undir því að umhverfi okkar verði ekki eyðilagt? Það ætti að vega hagsmuni okkar upp á móti hagsmunum hinna, en það hefur ekki verið gert í rammaáætlun.
Það kom svo skýrt fram á fundinum á Selfossi forðum, að engin svör voru til um nein mannleg álitamál, um stjórnsýslu, aðferðafræði orkugeirans og hvernig sveitarstjórnir eru notaðar til að pína upp á fólk framkvæmdum sem það vill ekki sjá. Það kom líka skýrt fram á fundinum að jafnvel umhverfisþættir eru enn órannsakaðir. Allir vita að umhverfismat er meira og minna fyrirfram pantað plat, fegrunaraðgerð fyrir framkvæmdaaðilann, og fjallar helst aðeins um aðra hluti en þá sem síðan ógna umhverfinu. Það er stórfurðulegt að ferðamennsku í Þjórsárdal, einu elsta ferðamannasvæði Íslands frá gamalli tíð skuli ekki hafa verið gerð nein skil. Hér liggur vegurinn inn á Sprengisand og í Þjórsárdal sjálfum eru óviðjafnanlegar náttúruperlur sem liggja svo þétt að fá ef nokkur önnur útivistarsvæði bjóða upp á jafn fjölbreytt útsýni og viðkomustaði. Þetta á að eyðileggja vitandi vits og í rammaáætlun er helst að sjá að fórn Þjórsárdals sé ekki talin koma málinu við.
Við finnum ekki neitt í rammaáætlun sem útskýrir hve mikið hitastig muni lækka við lónbrún Hagalóns vegna Hvammsvirkjunar. En þar eigum við aðsetur. Mun standa kaldur gustur af lóninu þar sem áin rann áður? Kemur dæling upp úr lóninu inn á okkar svæði, fyllist allt af drullu og mold við stofugluggan hjá okkur þegar vegurinn verður hækkaður um á annan metra? Landsvirkjun hefur ekki upplýst okkur um neitt í sambandi við þessa virkjun, þótt óumdeilanlega snerti hún okkur bæði beint og óbeint. Það verða miklar framkvæmdir á okkar landi, en við okkur talar enginn. Hjá okkur þarf að taka eignarnám því við ætlum ekki að semja. En þeir virðast ekki telja um neitt að tala við landeigendur en peninga. Við viljum ekki selja, við viljum ekki þessar framkvæmdir en við hljótum samt að eiga fullan rétt á því að fá að vita hvaða afleiðingar þær munu hafa fyrir okkur og okkar dvalarstað í Fagralandi við Þjórsá. Við hljótum líka að eiga rétt á að vita hvernig staðið var að rannsóknum og af hverju mannlegi þátturinn var ekki rannsakaður. Okkur sýnist ennfremur að rannsóknum á landslagi sé verulega ábótavant. Það er gjörsamlega útilokað að rannsóknir á landslagi leiði til þeirrar niðurstöðu að litlu sé til fórnað við að sökkva anddyri Þjórsárdals, Búðafossi og Urriðafossi, vatnsmesta fossi landsins. Það er líka útilokað að rannsóknir á landslagi sýni að hólmar og sker í Þjórsá séu svo ómerkileg að þeim megi bara sökkva eða taka frá þeim ána þannig að þau standi uppi á þurru landi. Minnanúpshólmi var friðaður, vegna einstaks gróðurfars, eftir að skýrsla Rammaáætlunar leit dagsins ljós. Sú friðun byggði á allt öðrum rannsóknum en þeim sem vísindamenn rammaáætlunar unnu. Eins og heimafólki er kunnugt um verður vatnið í Þjórsá leitt í stokk og Minnanúpshólmi verður á þurru landi og friðun hans í náttúrunni þar með rofin. Skiptir það máli?
Þannig er mörgum spurningum um náttúruna og umhverfið algjörlega ósvarað þrátt fyrir rammaáætlun. Hitt er þó langverst að engar rannsóknir liggja fyrir né eru fyrirhugaðar á því hver áhrifin eru á fólk og samfélag þegar svona framkvæmdir eru undirbúnar. Það er nefnilega allt upp í loft í þessum samfélögum fyrir austan af völdum Landsvirkjunar. Það eru svo miklar deilur að fólk getur ekki talað saman. Aldrei tölum við um þetta við nokkurn mann á þeirri jörð þar sem við höfum sett niður okkar frístundahús. Við nefndum andstöðu okkar einu við einn af ábúendum hér og hann kom aldrei til okkar oftar. Líklega af því hann var hræddur, en ekki af því hann hafi verið hlynntur virkjunum sem eyðileggja náttúruna sem hann sjálfur hafði lifað og starfað í mestalla ævi. Við gengum í gegnum miklar deilur í sambandi við skipulagsmál fyrir nokkrum árum og rekjum það til áforma Landsvirkjunar að því leyti til að enginn virðist treysta sér í opin samskipti um neitt sem varðar landnot eða framtíðina meðan framkvæmdirnar vofa yfir. Og það hafa þær nú gert í meira en áratug. Sem dæmi um samskiptin urðum við einnig vitni að því að vini okkar sem var á leið á mótmælafund vegna Þjórsár var áreittur og nánast hent út úr sveitaversluninni af stuðningsmanni oddvitans og framkvæmdanna. Við höfum ekki farið í þá búð síðan og vitum að svo er um fleiri. Þannig þekkjum við fullt af fólki sem ekkert þorir að segja af ótta við útskúfun í samfélaginu. Við þekkjum líka fólk sem hefur misst atvinnu sína, verið lagt í einelti, elt með málaferlum og sett út úr nefndum vegna þessara virkjuna. Svona andrúmsloft á ekki að eiga sér stað í neinu samfélagi og við lýsum þungum áhyggjum af því að engin tilraun sé gerð í rammaáætlun til að kanna hversvegna fólki er att saman á þann hátt sem gert er við undirbúning umdeildra framkvæmda.
Samkvæmt okkar heimildum er þetta að minnsta kosti þriðji umsagnarhringurinn sem settur er af stað vegna Þjórsárvirkjana í byggð. Ætli þær skipti ekki orðið mörgum hundruðum athugasemdirnar sem gerðar hafa verið við umhverfismat, skipulag, skýrslu rammaáætlunar og nú við þingmál iðnaðarráðuneytis. Fólk sem hefur gert athugasemdir veit ekki til þess að nokkurn tímann hafi verið á þær hlustað, eða farið eftir einu einasta atriði sem í þeim hefur staðið. Við vitum ekki einu sinni hvort þær hafa verið lesnar af þeim sem taka við þeim. Við vitum hinsvegar að umsagnirnar sem gerðar voru til sveitarstjórnar fóru beinustu leið í hendurnar á Landsvirkjun sem svaraði þeim eftir sínu höfði. Það er því með þungum huga sem við leggjum vinnu í enn eina athugasemdina sem enginn hefur sagt okkur hvað um verður. Við hljótum þó alltaf að mega vona að hún verði lesin, metin og spurningum svarað. Það væri framför, því hingað til höfum við ekki verið virt viðlits í undirbúningi að þeim virkjunum sem við viljum að verði aldrei að veruleika.
Með kveðju
Sigurður L. Einarsson og Guðbjörg Friðriksdóttir, frístundafólk í Fagralandi í mynni Þjórsárdals.
Sjá nánar
|
54 |
Almenn umsögn |
|
Skaftárhreppur |
Umsögn Skaftárhrepps við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
Sjá nánar
|
55 |
Almenn umsögn |
|
Sjöfn Ingólfsdóttir (Bjarni Ólafsson) |
Ég geri athugasemdir við að virkjanir Þjórsár í byggð séu settar í nýtingarflokk í frumvarpi iðnaðaðarráðuneytisins sem byggir á rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda. Þær ættu helst að fara í verndarflokk en til þrautavara í biðflokk ef hægt verður að virkja í framtíðinni án þeirra náttúrufórna sem nú blasir við að verði.
Sjá nánar
|
56 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Anna Sigríður Valdimarsdóttir |
Ég mótmæli því að Þjórsá á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar sé í nýtingarflokki og legg til að hún verði færð í verndarflokk. Meðfylgjandi er rökstuðningur þess efnis.
Sjá nánar
|
57 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Svanborg R Jónsdóttir |
Ég mótmæli því að Þjórsá á áhrifasvæði fyrirhugaðra Holts-, Hvamms- og Urriðafossvirkna verði hafðar í virkjanaflokki og legg til að þær veðri færðar í verndarflokk.
Sjá nánar
|
58 |
Reykjanesskagi - Hengilssvæði (Háhiti) |
|
Orkuveita Reykjavíkur |
OR lýsir ánægju með að áætlun um verndun og orkunýtingu landsvæða er að koma fram og þakkar tækifærið til að taka þátt í mótun verkefnisins og framvindu þess. OR vinnur um ⅔ hluta notkunar íslensku þjóðarinnar á varmaorku. Hlutdeild OR í raforkuvinnslu úr jarðvarma á Íslandi er svipuð. Liðlega helmingur þeirrar varmaorku sem OR vinnur og nánast öll raforka frá fyrirtækinu er fengin úr Hengilssvæðinu sem er eitt aflmesta háhitasvæði landsins.
OR lætur sig því helst varða skipan á Hengilssvæðinu. Lýst er mikilvægi aðgangs að mið- og austurhluta þess til framtíðar og lagt til að það svæði fari í heildarendurskoðun skipulags. Þessi svæði þurfa að standa undir framtíðarorkuþörf og tryggu aðgengi að varma- og raforku á veitusvæði OR á Suður- og Suðvesturlandi. OR vill benda á að þótt landsvæði sé verndað fyrir orkunýtingu tryggi það ekki vernd gegn neikvæðum áhrifum annarra atvinnuvega.
Það er mat OR að þegar til lengri framtíðar er litið sé ekki ráðlegt að útiloka orkuvinnslu úr mið- og austurhluta Hengilsvæðisins. OR telur eðlilegt að fyrirtækið búi við það svigrúm að unnt sé að rannsaka orkukostinn Bitru í framtíðinni með nýtingu í huga þegar meiri reynsla hefur fengist af rekstri Hellisheiðarvirkjunar og væntanlegrar uppbyggingar Hverahlíðarvirkjunar.
OR leggur til að röðun orkuvinnslusvæðisins við Bitru verði endurskoðuð og svæðið fari í biðflokk.
Sjá nánar
|
59 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Merle Sellenriek |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
60 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Gesche Zimmermann |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
61 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Janine Aebischer |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
62 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Beatrice Teucher |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
63 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Guðrún St Haraldsdóttir |
Umsögnin beinist að fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár, Hvammsvirkjun.
Sjá nánar
|
64 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Atli Gíslason |
Rammaáætlun
Iðnaðarráðuneytinu
Arnarhvoli
150 Reykjavík.
Reykjavík, 10. nóvember 2011.
Umsögn um rammaáætlun.
Í rammaáætlun eru virkjanir í neðri hluta Þjórsár settar í nýtingarflokk. Gerð er krafa til þess að neðri hluti Þjórsár verði settur í verndarflokk en til vara í biðflokk.
Ljóst má vera að nefndar virkjanir hafa í för með sér veruleg óafturkræf umhverfisspjöll. Nægir þar að nefna að umhverfi árinnar og rennsli verður gjörbreytt. Þrjú virkjanalón eru fyrirhuguð. Laxastofn árinnar, stærsti laxastofn landsins, er í raunverulegri útrýmingarhættu og fyrirséð að boðaðar mótvægisaðgerðir breyti þar engu. Gönguleiðir laxa upp ána eru torveldaðar verulega og nánast útilokað að laxaseiði nái að ganga niður ána gegnum hverfla og lón, eins og reynsla erlendis hefur leitt í ljós. Mikilvæg hrygningar- og uppeldissvæði verða eyðilögð að verulegu leyti. Í umhverfismati er ekki gerð minnsta tilraun til að meta hvort hald sé í meintum mótvægisaðgerðum. Laxastofninn er ekki látinn njóta vafans fremur en náttúra og umhverfi Þjórsár almennt séð. Fyrirhugaðar virkjanir með tilheyrandi lónum á að byggja á virku jarðskjálftasvæði og hripleku hrauni. Alkunna er að brunnar í Skeiðahreppi fyllast þegar hækkar í ánni og rennsli er neðanjarðar milli Þjórsár og Hvítár. Við blasir að lónin haldi ekki vatni og gjörbreyting muni verða á grunnvatnsstöðu. Þá er það staðreynd að væntanlegt rennsli í ánni fram hjá virkjunum og lónum mun verða afar breytileg, allt að tífaldast frá minnsta rennsli til þess mesta. Það þýðir að allt lífríki á bökkum árinnar verður að mestu lagt í rúst sem leiðir til annarra afdrifaríkra umhverfisáhrifa. Sandfok verður viðvarandi þegar vatnsstaða árinnar er lægst. Svo mætti lengi telja. Niðurstaða í rammaáætlun varðandi Þjórsá er vanreifuð að þessu leyti og nauðsynleg rannsaka þessa þætti og fleiri, sbr. neðanskráðar röksemdir, áður en þingsályktun um rammaáætlun verður lögð fram.
Framanrituð rök og mörg fleiri hafa verið tíunduð í athugasemdum í skipulagsferli vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í þágu hinna fyrirhuguðu virkjana. Voru gerðar 29 almennar athugasemdir, 16 athugasemdir vegna náttúruþátta, 5, athugasemdir vegna samgangna, 6 athugasemdir vegna grunnvatnsstöðu, jarðskjálfta- og flóðahættu, 4 athugasemdir vegna lífríkis, 2 athugasemdir vegna ferðaþjónustu, 15 athugasemdir vegna einstakra jarða og 2 athugasemdir frá umsagnaraðilum.
Hjálagt fylgir yfirlit yfir þessar athugasemdir og ljósrit af þeim. Einnig fylgir samantekt Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir móteknar athugasemdir. Ég geri þessar athugasemdir að mínum til stuðning þeim kröfum sem gerðar eru í upphafi umsagnar þessarar.
Ég áskil mér rétt til að koma fram með frekari rökstuðning og leggja fram viðbótargögn.
Virðingarfyllst,
Atli Gíslason, hrl. og alþingismaður.
Ath. Ég mun á morgun, 11. nóvember 2011, leggja fram í iðnaðarráðuneytinu undirritaða umsögn ásamt þeim fylgigögnum sem ég tilgreini í umsögninni.
Sjá nánar
|
65 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Ingo |
Ill be bat at the Idee that the Gruond arund the Area will be under Water.
The Nature is for Ever lost and the Tourist will not Ride or Walk or make Holliday at
an Aluminium Factory.
So i Will hope that the Islandic Gouvermt STOPP this Projekt, so than i will come Back For Holiday in Iceland.
Sjá nánar
|
66 |
Norðausturland - Gjástykkissvæði (Háhiti) |
Gjástykki (100) |
Gaukur Hjartarson |
Helstu atriði þessarar umsagnar eru:
- Gildandi svæðisskipulag, sem er staðfest af umhverfisráðherra, gerir ráð fyrir þeim möguleika að nýta 2,45 % af landssvæði Gjástykkis til allt að 50 MW orkunýtingar.
- Svæðisskipulagið var unnið í tengslum við fyrirætlanir um orkuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem ríkisstjórnin átti aðkomu að.
- Niðurstaða faghópa rammaáætlunar leiddu ekki til þeirrar niðurstöðu að setja ætti Gjástykki í heild í verndarflokk.
- Gögn málsins benda til þess að skoðanakönnun verkefnastjórnar hafi ráðið úrslitum um að Gjástykki var sett í verndarflokk. Nafnlaus skoðanakönnun meðal 12 fulltrúa verkefnastjórnar getur hvorki talist faglegur né málefnalegur grundvöllur að ákvörðun um að setja Gjástykki í verndarflokk, sérstaklega þegar niðurstaða skoðanakönnunarinnar er í andstöðu við gildandi svæðisskipulag og meginniðurstöðu faghópa rammaáætlunar.
Sjá nánar
|
67 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Skeggi Gunnarsson |
Ég hvet stjórnvöld eindregið til að setja Urriðafossvirkjun í verndunarflokk.
Sjá nánar
|
68 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Sonja Noack |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur
Sjá nánar
|
69 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Vipke |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur"
Sjá nánar
|
71 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Monique Stähli |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
72 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Anna Raab |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
73 |
Almenn umsögn |
|
Katrin Gier |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
74 |
Almenn umsögn |
|
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands |
Flestir þeirra sem koma til Íslands fyrsta sinni stíga fæti á íslenska jörð þar sem heitir Reykjanesskagi. Ef heppnin hefur verið með þeim hafa þeir úr lofti fengið litið þennan mikilfenglega skaga í margbreytileika sínum. Fyrsta ökuferð Íslandsfaranna er einnig um Reykjanesskagann, oftast frá Keflavíkurflugvelli til innnesja (Höfuðborgarsvæðisins). Þeir fá þá tækifæri til þess að virða fyrir sér sérstæða náttúru þessa skaga sem sumum finnst hrjóstrug öðrum tilkomumikil, en fáir fara þar um án þess að ferð sú veki hjá þeim einhver viðbrögð. Ferðamenn þessir eru að fara innum hlið Íslands, innganginn að íslenskri náttúru. Margir húseigendur, bæjarfélög og aðrir þeir sem skartað geta hliðum, leggja mikla áherslu á að hliðið sé sem glæsilegast, að inngangurinn til heimilis þeirra bjóði velkomna aufúsugesti. Fyrstu áhrifin sem gestirnir verða fyrir við komuna verða oft mikils um ráðandi um afstöðu þeirra síðar meir, hvað sem heimsóknin annars ber í skauti sér. Því skulum við gæta vel að hliði Íslands og standa vörð um innganginn að íslenskri náttúru Reykjanesskagann.
Samkvæmt þeim drögum sem nú liggja fyrir að þingsályktunartillögu varðandi rammaáætlun eru 14 virkjunarkostir af 51 í nýtingar- eða biðflokki staðsettir á Reykjanesskaga eða um 28%. Hér getur að líta níu af 24 svokölluðum nýtingarsvæðum þ. e. um 38% og fimm af þeim 27 svæðum sem hafna í biðflokki eða um 19%. Nesjavellir og Svartsengi eru ekki á meðal nýtingar- eða biðsvæða rammaáætlunar en þar eru nú þegar jarðvaramavirkjanir auk virkjanna á Reykjanesi og Hellisheiði. Þegar þess er gætt hvert það landsvæði er sem við köllum Reykjanesskaga held ég að nánast allir, jafnvel öflugustu virkjanasinnar, gætu fallist á að þröngt muni verða setinn bekkurinn verði það úr að jarðvarmavirkjanir verði á öllum þeim nýtingar- og biðsvæðum sem stasett eru á Reykjanessskaga samkvæmt núverandi drögum að rammaáætlun.
Sjá nánar
|
75 |
Almenn umsögn |
|
Kristján Haraldsson |
Umsögn Orkubús Vestfjarða
Sjá nánar
|
76 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Lea Raab |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
77 |
Vestfirðir - Hálendi Vestfjarða - Ófeigsfjörður (Vatnasvið) |
Hvalárvirkjun (4) |
Árneshreppur |
Hreppsnefnd Árneshrepps fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, með Hvalá í orkunýtingarflokki og hvetur Alþingi til þess að afgreiða hana.
Sjá nánar
|
78 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
elsa rozie |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
79 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Guðgeir Kristmundsson |
Nú þegar við þurfum að endurmeta okkar gildi eftir tímabil græðgi, skammsýni, bóluskapandi hagvaxtarhugmyndafræði og ofnýtingu á náttúruauðlindum okkar, eigum við að setja þessar hugmyndir á frest og leggja meiri áherslu á náttúruvernd. Þurfum að koma hausnum okkar út úr skammtímagræðgi hugarfarinu.
Sjá nánar
|
80 |
Suðurland - Geysissvæði (Háhiti) |
|
Hjörleifur B. Kvaran |
Eigendur Haukadals 2, 3, 4, Suðurgafls og Tortu gera athugasemdir við drög að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra.
Sjá nánar
|
82 |
Almenn umsögn |
|
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands |
Suðvesturland – Eldfjallaþjóðgarður eða eitraðar gufur?
Í drögum að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, Rammaáætlun, fellur ekkert svæði á Reykjanesskaga vestan Brennisteinsfjalla (68) í verndarflokk og einungis tvö í biðflokk, Trölladyngja (65) og Austurengjahver (67). Þessi þrjú svæði, auk tveggja svæða í orkunýtingarflokki, Sandfells (64) og Sveifluháls (Krýsuvík) (66) eru öll innan Reykjanesfólkvangs, eins vinsælasta útivistarsvæðis í nágrenni höfuðborgarsvæðisins (Innnesja og Suðurnesja). Sveifluhálsi (Krýsuvík) tilheyra m.a. hverasvæðin í Seltúni og Baðstofu undir Hverafjalli. Við álítum að orkunýting á þessu svæði samrýmist ekki markmiðum fólkvangsins og leggjum því til að þau verð öll sett í verndarflokk og stefnt að stofnun eldfjallaþjóðgarðs á Suðvesturlandi.
Mörgum spurningum er enn ósvarað hvað varðar Hellisheiðarvirkjun svo sem um, hversu vel er unnt að hefta útblástur eiturgufa frá virkjun og borteigum og hvort neysluvatn kann að spillast af vatni sem fellur frá virkjuninni. Það vatn sem nú er dælt niður mun nema um 550 sekúndulítrum við Húsmúla og 150 við Gráhnúka. Þá er einnig athyglivert að sá rammi laga og reglugerða, sem búinn er Hellisheiðarvirkjun í eign Orkuveitu Reykjavíkur, inniheldur ekki enn afdráttarlausa kröfu um varnir gegn mengun lofts og grunnvatns á virkjanasvæðinu.
Reynsla næstu ára og jafnvel áratuga mun ein geta sagt til um hversu mikil eða lítil mengun verður frá þessum jarðvarmavirkjunum. Ef illa tekst til mun sú mengun vara um áratugi. Þá er því einnig ósvarað hvort eða hversu lengi sá jarðhitageymir, sem þar er sótt til, muni endast. Öðrum spurningum svo sem um aukna jarðkjálftatíðni til langs tíma vegna niðurdælingar er einnig ósvarað. Þó horft sé aðeins til tæknilegra úrlausnarefna sýnist ekki hyggilegt að hefja gerð annarra stórra jarðvarmavirkjanna á næstu árum eða áratugum á Hengilssvæðinu. Sé einnig horft til annarrar nýtingar eins og útivistar og ferðamennsku verða forsendur fleiri virkjanna á þessu svæði enn veikari.
Sjá nánar
|
83 |
Almenn umsögn |
|
Valorka ehf |
Ótrúverðugt er að umhverfismat sé á hendi virkjunaraðilans sjálfs og heyri undir iðnaðarráðherra í stað umhverfisráðherra. Þröngsýni er að beina einungis athygli að litlum hluta orkulinda landsins. Nýting sjávarorku verður mikil í nánustu framtíð og mun skekkja allar niðurstöður þessarar áætlunar.
Sjá nánar
|
85 |
Almenn umsögn |
|
Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir |
Það hefur verið reglulega sorglegt að fylgjast með umræðum um mögulegar virkjanir í Þjórsá. Mér finnst ekki nægilega mikið hafa verið rætt um þau neikvæðu áhrif sem hlytust af þessum virkjunum og ég geri alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að þessu ferli öllu saman. Ég mótmæli því að svæðin við Þjórsá séu í Orkunýtingarflokki og legg til að þau verði færð í verndarflokk.
Sjá nánar
|
86 |
Almenn umsögn |
|
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands |
Athugasemdir og andmæli vegna breytinga á aðalskipulagi Ölfuss, 2002-2014.
Sjá nánar
|
87 |
Almenn umsögn |
|
Tryggvi Felixson |
Ég fagna fagna framkomnum drögum að að þingsályktunartillögu um rammaáætlun. Umfangsmikil og vönduð vinna liggur að baki sem og góður vilji til að skoða auðlindanýtingu í stærra samhengi en gert hefur verið hingað til. Þessi vinna skapar forsendur fyrir því að taka megi yfirvegaðar og skynsamar ákvarðanir um landnotkun.Það því mikilvægt að Alþingi bindi nú endahnút á þennan áfanga á núverandi þingi. Tillagan sem lögð hefur verið fram til umsagnar er á margan hátt vel útfærð málamiðlun sem ætti að auðvelda bæði umhverfisráðherra og Alþingi að finna ásættanlega lausn sem dugar í einhvern tíma. Hér í viðhengi hef ég tekið saman athugasemdir um nokkur atriði sem ég staldraði við þegar ég fór yfir tillöguna og önnur gögn sem fram hafa komið um rammaáætlun 2.
Mitt grundvallar sjónarmið er að fara beri mjög varlega við að nýta verðmætt land til virkjunarframkvæmda ef það veldur skaða á náttúru og landslagi. Ríkir samfélagslegir hagsmunir þurfa að vera í húfi ef fórna á náttúruarfi fyrir orku. Nú þegar hefur orkuþörf þjóðarinnar verið mætt og hagkvæmasti virkjunarkostur framtíðarinnar er bætt orkunýtni. Náttúra landsins, víðerni og hálendi eru á bæði hagræna og menningarlega mælikvarða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar sem ber að vernda til framtíðar. Um þetta hef ég tekið saman hugleiðingu (Hálendi Íslands er höfuðstóll) sem ég læt fylgja.
Sjá nánar
|
88 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir |
Það hefur verið sorglegt að fylgjast með undirbúningi framkvæmda sem gjörspilla
einni fallegustu sveit á landinu. Slíta sundur friðinn og leggja náttúruna í rúst.
Þjórsárdalur er ein dýrmætasta náttúruperla landsins, sem flestir þekkja, en hefur
verið eyðilagt sem ferðamannasvæði af opinberum og hálfopinberum fyrirtækjum. Mynni
Þjórsárdals með útsýni til Heklu yfir flúðir og hólma og falleg tún á
landsnámsjörðinni Haga er fræg mynd í huga flestra og stendur fyrir það fallegasta í
náttúru landsins - í byggð á láglendi sem flestir hafa aðstöðu til að njóta. Þar á
að skemma með Hvammslóni.
Sjá nánar
|
89 |
Almenn umsögn |
|
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands |
Reykjanesskaginn eitt merkilegasta svæði heims
Margar ritgerðir og skýrslur hafa verið skrifaðar um Reykjanesskagann og Reykjanesfólkvang. Gerðar hafa verið fræðilegar úttektir, t.d. í tengslum við fyrirhugaða jarðhitanýtingu. Náttúra og söguminjar mynda sterka heild á þessu svæði og mörg rit fjalla um hvort tveggja. Þá hafa aðilar eins og Landvernd og Ferðamálasamtök Suðurnesja kynnt hugmyndir um eldfjallagarð eða jarðminjagarð (GeoPark) á Reykjanesskaga. Slíkur garður hefur nú verið stofnsettur á Suðurlandi, þ.e. Kötlugarðurinn. Þar sjá heimamenn fram á talsverða atvinnuuppbyggingu tengda því verkefni.
Ljóst er að sú eldvirknináttúra sem Reykjanesskaginn hefur að geyma bíður upp á ótal tækifæri af þessum toga og ýmis konar tengingar við ferðaþjónustu, útivist og fræðslustarf. Helgi Páll Jónsson skrifaði nýlega lokaritgerð til meistraraprófs í jarðfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rigerðina kallar hann Eldfjallagarður og jarðminjasvæði á Reykjanesskaga.
Í ritgerðinni er fjallar Helgi um jarðminjasvæði á Reykjanesskaga í tengslum við uppbyggingu eldfjallagarðs á svæðinu. Farið er yfir landfræðilega legu skagans, jarðfræðirannsóknir og fjallað almennt um ástæður eldvirkninnar. Helstu jarðmyndunum eldfjallalandslagsins eru gerð góð skil og fjallað er um jarðfræðilega fjölbreytni, jarðfræðilega arfleifð og jarðfræðitengda ferðaþjónustu sem Helgi segir að muni gegna veigamiklu hlutverki í eldfjallagarði verði hann byggður upp á svæðinu.
Niðurstöður Helga eru þær helstar að Reykjanesskagi henti vel sem eldfjallagarðssvæði fyrir jarðfræðitengda ferðaþjónustu vegna legu sinnar nálægt höfuðborg og alþjóðaflugvelli en ekki síður vegna hinna fjölbreyttu eldvarpa og gosminja. Þau séu fjölbreytt hvað varðar eldvirkniferli og ná allt frá Reykjanesi austur í Reykjanesfólkvang.
Í niðurstöðum sínum segir Helgi orðrétt:
Reykjanesskagi myndar suðvesturhorn Íslands og er eitt merkilegasta svæði heims hvað varðar eldvirkni og jarðhnik. Þar rís Atlantshafshryggurinn úr sjó. Landslag á Reykjanesskaga er mótað af rekhreyfingum, eldvirkni og samspili þessara innrænu afla við útræn öfl..Eldvörp eru afar fjölbreytt á Reykjanesskaga og þar koma fyrir flestar gerðir eldvarpa sem þekkjast. Á skaganum eru einnig menningarminjar sem sýna sambúð mannsins við eldvirknina allt frá landnámi“.
Sjá nánar
|
90 |
Reykjanesskagi - Hengilssvæði (Háhiti) |
|
Björn Pálsson |
Lýst er stuðning við að Bitra og Grændalur verði í flokki verdar. Þá lagt til að Þverárdalur fari úr biðflokki í verndarflok, einnig Ölfusdalur og Innstidalur. Hverahlíð, Meitilinn og Gráhnúkar verði sett í biðflokk.
Sjá nánar
|
91 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Henrike Mecklenborg |
I am against the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in nytingarflokkur because the nature all around will be damaged: waterfalls&traditional riding paths will disappear. But just the nature is the charm of iceland!
Save Thjórsá for next generations and move the plans to bidflokkur!
Sjá nánar
|
92 |
Almenn umsögn |
|
Hörður Einarsson |
Ég undirritaður styð umsögn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og umsögn Ásdísar Thoroddsen að því er varðar Reykjanesskagann sérstaklega.
Við afgreiðslu máls þessa ber að hafa framtíðarsýn og fyrirhyggju um hagsmuni íslenzku þjóðarinnar í öndvegi. Sérhagsmunagæzla þjóðkjörinna fulltrúa úr sögunni
Sjá nánar
|
93 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Edda Pálsdóttir |
Athugasemdnir við virkjanir í neðri hluta Þjórsár vegna jarðfræðilegra áhættuþátta.
Sjá nánar
|
94 |
Almenn umsögn |
|
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn |
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf (hér eftir ÍFLM) fagna því að tekið hefur verið af skarið með vernd Torfajökulssvæðisins alls og að allar hugmyndir um gufuaflsvirkjanir á því svæði verði slegnar af. Einnig fagna ÍFLM að ekki verði af virkjunum í Markarfljóti , efri hluta Skaftár, Bjallavirkjun og efri hluta Hólmsár. Mjög mikilvægt er að friða þetta stærsta útivistar- og ferðaþjónustusvæði hálendisins.
Sjá nánar
|
95 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Rangárþing ytra |
37.Umsögn Rangárþings ytra um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða.
Rangárþing ytra fagnar þeim áfanga sem nú er náð að fyrir liggi drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. Flokkun virkjanakosta í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndunarflokk er skýr að því leyti að hafi virkjunarkostur verið settur í nýtingar- eða verndunarflokk, þá liggi fyrir nægilega miklar faglegar ástæður fyrir því að svo sé. Það verður því alltaf pólitísk ákvörðun – ekki fagleg – ef virkjanakostir eru færðir t.d. úr verndunarflokki í bið- eða nýtingarflokk.
Sjá nánar
|
96 |
Almenn umsögn |
|
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands |
Sérstaða Reykjanesskagans v/rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða.
Reykjanesskaginn – ein heild.
Reykjanesskaginn er gjarnan skilgreindur sem eldvirknisvæðið frá Þingvallavatni að Reykjanesi. Neðansjávarhryggurinn sem liggur eftir Norður-Atlantshafi kemur á land vestast á skaganum og liggur eftir honum endilöngum. Samhliða gosreinar raða sér yfir skagann frá suðvestri til norðausturs. Líta má á Reykjanesskagann sem eina jarðfræðilega heild eins og t.d. Torfajökulssvæðið.
Fólkvangar og friðlýst svæði.
Tveir stórir fólkvangar eru á Reykjanesskaga: Reykjanesfólkvangur og Bláfjallafólkvangur. Þeir eru friðlýst svæði, hugsuð sem útivistarsvæði fólks í þéttbýlinu í kring. Þá liggur Þingvallaþjóðgarður að Reykjanesskaga að austanverðu og friðland Reykjavíkur og fleiri sveitarfélaga – Heiðmörk að fólkvöngunum að norðanverðu. Auk þess eru nokkur fjöldi friðlýstra svæða á Reykjanesskaga og önnur verndarsvæði. Fólkvangarnir taka yfir stærsta hlutann af miðhluta Reykjanesskagans.
Fjölbreytt og ósnortin náttúra við bæjardyr mesta þéttbýlis landsins.
Í niðurstöðum faghópa um rammaáætlunina á bls. 38 er nefnt að mikilvægi ósnortinna svæða í nágrenni við þéttbýli og stóra ferðamarkaði sé vanmetið í skýrslunni. Þetta er undirstrikað á bls. 36 um fjarlægð frá markaði, þar sem Reykjanes fékk einkunnina 10 en Hágöngur aðeins 1. Á Reykjanesskaga er fjöldi ósnortinna- eða lítt snortinna svæða sem aðeins tekur skamma stund að koma til. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að varðveita náttúrugildi þessara svæða, en jafnframt að gera þau mörg hver aðgengilegri fyrir ferðafólk.
Útivist á Reykjanesskaganum er að stóraukast.
Helgafell ofan Hafnarfjarðar er innan Reykjanesfólkvangs. Árið 1996 var komið þar fyrir gestabók. Það ár skráðu sig 2096 í bókina. Árið 2010 voru þeir orðnir 14868. Eftir hrunið svokallaða hefur ganga á fellið stóraukist. Sumarið 20ll var fylgst með komu fólks að hverasvæðinu í Seltúni í Krýsuvík. Að jafnaði komu þar um og yfir 1000 manns á degi hverjum yfir sumarmánuðina. Komur þangað yfir vetrarmánuðina eru að stóraukast. Ætla má að sama þróun sé um allan Reykjanesskagann. Komur í Seltún gætu verið á bilinu 150 – 200 þús manns yfir árið.
Sjá nánar
|
97 |
Almenn umsögn |
|
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands |
Ferðaþjónustumöguleikar í Reyknanesfólkvangi
Sjá nánar
|
98 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Björg Eva Erlendsdóttir |
Samfélag og söguágrip úr rammastarfi. Verjum byggð við Þjórsá.
Einhverjum kann að þykja skjóta skökku við að fulltrúi sem átti sjálfur sæti í verkefnisstjórn um Rammaáætlun síðustu árin sem hún starfaði geri síðan athugasemdir við þingsályktunartillögu byggða á niðurstöðu vinnu þeirrar stjórnar. Mun ég nú gera grein fyrir því að athugasemdir eru gerðar hér og afhverju ég gat ekki komið þeim að í rammastarfinu sjálfu. Aðalástæðan er sú að ekki ber öll verkefnisstjórnin ábyrgð á því þingmáli sem hér er til umfjöllunar.
Sjá nánar
|
99 |
Suðurland - Skaftá (Vatnasvið) |
Búlandsvirkjun (40) |
Suðurorka ehf |
Suðurorka fagnar því að loks hilli undir lok á vinnu við rammaáætlun. Suðurorka gerir þó athugasemdir við niðurstöður rammaáætlunar og vinnubrögð. Afgreiðsla Búlandsvirkjunar innan rammaáætlunar ber merki um að önnur sjónarmið en þau faglegu hafi haft of mikið að segja um niðurstöðu. Þá er með henni lögð hindrun í veg fyrir ábyrgri stefnu Skaftárhrepps um nýtingu landsvæða innan sveitarfélagsins. Að Búlandsvirkjun sé sett í biðflokk er illskiljanlegt því næg gögn liggja fyrir til að flokka valkostinn endanlega og að okkar áliti í nýtingarflokk.
Sjá nánar
|
100 |
Suðurland - Ölfusá (Vatnasvið) |
Selfossvirkjun (38) |
Sveitarfélagið Árborg |
Sveitarfél. Árborg og Selfossveitur hafa unnið undirbúningsvinnu vegna virkjunar Ölfusár við Selfoss. Rannsóknarleyfi hefur verið gefið út. Ný skýrsla Veiðimálastofnunar um fiskistofna, frummat á áhrifum virkjunar og upplýsingar um mótvægisaðgerðir liggur nú fyrir til viðbótar eldri gögnum.
Sjá nánar
|
101 |
Reykjanesskagi - Krýsuvíkursvæði (Háhiti) |
|
Bjarni V. Guðmundsson |
Mótmæli vegna virkjana í Reykjanesfólkvangi sökum einstakrar náttúru og menningarminja á þessu vinsæla og mikilvæga útivistarsvæði við bæjardyrnar á suðvesturhorninu og hugsanlegrar jarðskjálftahættu sem stafar af virkjununum fyrir byggð og íbúa í Grindvíking. Sjá viðhengi.
Sjá nánar
|
102 |
Almenn umsögn |
|
Landsnet |
Almennar athugasemdir um mikilvægi rammaáætlunar og tengsl hennar við lögbundna starfsemi Landsnets. Ábendingar varðandi útreikninga tengikostnaðar í fyrirliggjandi gögnum 2. áfanga rammaáætlunar. Umfjöllun um aðkomu Landsnets að vinnu við rammaáætlun og möguleg áhrif tenginga á niðurstöðu faghóp
Sjá nánar
|
103 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Eva Höfer |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
104 |
Almenn umsögn |
|
Samtök atvinnulífsins |
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða frá Samtökum atvinnulífsins.
Sjá nánar
|
105 |
Almenn umsögn |
|
Samtök ferðaþjónustunnar |
Ágæti viðtakandi
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar varðandi drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða
Sjá nánar
|
106 |
Suðurland - Ölfusá (Vatnasvið) |
Selfossvirkjun (38) |
Sigurgeir Höskuldsson |
Vegna þingsályktunartillögu iðnaðarráðuneytis um vernd og nýtingu orkuauðlinda.
Sjá nánar
|
107 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Veiðifélag Þjórsár |
Veiðiféla Þjórsár gerir alvarlegar athugasemdir við að neðri hluti ÞJórsár skuli vera settur í nýtingarflokk í Rammaáætlun og gerir kröfu um að Þjórsá verði færð í biðflokk.
Sjá nánar
|
108 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Nadja Pietzsch |
I protest against building hydro-power stations at the lower river Þjórsá. Nature will be highly damaged, the wild salmon will loose an important spawn region, old riding and walking paths along the river will be destroyed and the beautifull waterfall Urriðafoss (seen on the picture) will disappear
Sjá nánar
|
109 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Heike Wenke |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
110 |
Almenn umsögn |
|
HS Orka hf. |
HS Orka hf. fagnar drögum að þingsályktunartillögu og leggur áherslu á skilvirk vinnubrögð í framhaldinu svo endanleg verndar- og orkunýtingaráætlun liggi fyrir sem fyrst. HS Orka hf. gerir athugasemdir við flokkun virkjunarkosta, reglur fyrir biðflokk og setur fram ábendingar til frekari skoðunar.
Sjá nánar
|
111 |
Suðurland - Geysissvæði (Háhiti) |
Geysir (78) |
Jón Páll Garðarsson |
Nóg er komid af virkjunum og álverum ef ekki er gerd áætlun um framleidsluferli til neytenda á theim afurdum sem unnid er med. Hægt væri ad spara gífurlega orku med ad byggja verksmidjur vid hlid álvera og fleyta bræddu ál í röri á milli.
Mín athugasemd á vid um allar virkjanaráætlanir á Íslandi.
Sjá nánar
|
112 |
Almenn umsögn |
|
Samtök iðnaðarins |
SI hafa ávallt stutt aðferðafræðina sem rammaáætlun byggir á og fagna því að verkefnið er svo langt komið. Gagnrýnt er að í lokaáfanga er vinnan færð frá faglegri verkefnisstjórn yfir í pólitískt ferli. Í þingsályktunartillögunni er röðun virkjanakosta ekki í góðu samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar. Pólitískar áherslur í lokahnykk ferlisins rýrir gildi þeirrar vinnu sem fram hefur farið til þessa og minnkar líkur á sátt um niðurstöðuna.
Sjá nánar
|
114 |
Almenn umsögn |
|
Samtök álframleiðenda á Íslandi |
Samtök álframleiðenda á Íslandi, fagna þessum áfanga í vinnu við Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Þessi vinna, sem hófst árið 1999, er mikilvægur liður í að auka samfélagslega sátt um vernd og nýtingu auðlinda hér á landi.
Sjá nánar
|
115 |
Almenn umsögn |
|
Sverrir Bollason |
Ályktun stjórnar Reykjanesfólkvangs um nýtingu jarðvarma til orkuöflunar á svæðinu.
Umsögn sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
116 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Herríðarhóll við Þjórsá |
Urriðafossvirkjun - nei takk! Í meira en áratug hafa virkjanaáform í neðri hluta Þjórsár litað okkar líf. Óvelkomnar og tímafrekar heimsóknir frá Landsvirkjun og þeim tengdum aðilum, háir lögfræðingsreikningar til að fá aðstoð á ómaklegum fundum, takmarkað skipulagsfrelsi á sinu eigin landi, klofið samfélag, nagandi óvissa og endalausar umræður. Þetta er ekki mönnum boðlegt. Urriðafossvirkjun - nei takk! Athugasemdir fylgja í skjalinu.
Sjá nánar
|
117 |
Almenn umsögn |
|
Umhverfisstofnun |
Í umsögn Umhverfisstofnunar er tillögunum fagnað og faglegum vinnubrögðum hrósað. Þá leggur Umhverfisstofnun áherslu á að reynt verði að skapa sem mest jafvægi milli ólíkra sjónarmiða um vernd og nýtingu með sjálfbæra þróun íslensks samfélags og virðingu fyrir íslenskri náttúru að leiðarljósi.
Sjá nánar
|
118 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Gunnar Njálsson |
Umsagnir settar inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
119 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Gunnar Njálsson |
Sett inn af rammaaaetlun.is
Sjá nánar
|
120 |
Suðurland - Ölfusá (Vatnasvið) |
Selfossvirkjun (38) |
Gunnar Gunnarsson |
Virkjanahugmyndir í Ölfusá við Selfoss
Sjá nánar
|
121 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Ólafur Sigurjónsson |
Samantekt á þeim megin rökum mínum gegn virkjun í neðri hluta Þjórsár.
Myndaskrá er afstast í pdf skjali.
Myndirnar sjálfar eru í meðfylgjandi zip skrá (þarf að afþjappa til að skoða sjálfar myndirnar).
Sjá nánar
|
122 |
Almenn umsögn |
|
Skipulagsstofnun |
Meðfylgjandi eru athugasemdir Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif verndar- og orkunýtingaráætlunar, skv. 7. gr. laga um umhverfsmat áætlana nr. 105/2006.
Sjá nánar
|
123 |
Suðurland - Ölfusá (Vatnasvið) |
Selfossvirkjun (38) |
Erna Gunnarsdóttir |
Umsögn um Selfossvirkjun
Sjá nánar
|
124 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Bergþóra Guðbergsdóttir |
Meðfylgjandi eru mótmæli mín.
Sjá nánar
|
125 |
Vestfirðir - Hálendi Vestfjarða - Ófeigsfjörður (Vatnasvið) |
Hvalárvirkjun (4) |
Jóna Benediktsdóttir |
Álit frá Náttúruverndarsamtökum Vestfjarða
Sjá nánar
|
128 |
Almenn umsögn |
|
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir |
Hjálögð er grein birt á visir.is 11.11.11 þar sem gerð er grein fyrir athugasemdum mínum.
Sjá nánar
|
129 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Renate Bigler |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
130 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Áslaug Haraldsdóttir |
Ég mótmæli frekari virkjunum í neðri hluta Þjórsár.
Sjá nánar
|
131 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Valgerður Erlingsdóttir |
Ég undirrituð styð að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun verði færðar úr nýtingarflokki í verndarflokk.
Sjá nánar
|
132 |
Almenn umsögn |
|
Erlingur Loftsson, Sandlæk 1. |
Er mjög fylgjandi því að virkjanir í neðrihluta Þjórsár fari í svokallaðan biðflokk.Ótækt er að ekki skuli einu sinni liggja fyrir rannsóknir á lifríki árinnar sem marktækar væru t.d. á fiskigeingd vatnasvæðisins í heild. Veiðieigendur munu óska eftir að slík rannsókn verði unnin af óháðum aðilum.
Sjá nánar
|
133 |
Almenn umsögn |
|
Þorleifur Gunnlaugsson |
Í tillögunni eru settar fram hugmyndir um það hvernig Íslendingar eigi að nýta náttúrusvæði til framtíðar. Svæðin eru sett þrjá flokka eftir hugmyndum frá starfshópi Iðnaðarráðuneytisins. Þó mikil og góð vinna liggi til grundvallar þessari flokkun og mörgu beri að fagna verður að benda á að þar orkar margt tvímælis.
Sjá nánar
|
134 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Björg Eva Erlendsdóttir |
Málaferli vegna hundrað ára samfélagsvanda
Þetta er dæmisaga um samfélagsleg álitamál tengd áformum um virkjanir við Þjórsá og hvernig óvissa um samninga og óvænt tækifæri til að græða ýta samskiptum fólks út fyrir eðlileg mörk og næra lagakrækjuréttarfar. Óvissa, lagakrækjur, sérkennilegir samningar og vörpun ábyrgðar á saklausa borgara hafa einkennt ferlið við Þjórsá og annarsstaðar sem virkjað er. Þetta er ein af mörgum ástæðum þess að samfélags og stjórnsýsluþætti þessara mála þarf að taka alveg í gegn. Og það þarf að vernda samfélagið við Þjórsá með friðun eftir það sem á undan er gengið.
Sjá nánar
|
135 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Hrafnhildur Ágústsdóttir |
Við mótmælum harðlega
Sjá nánar
|
136 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Margrét Öxnevad (norska) |
Hvammsvirkjun (29)
En sterk protest mot at elven Tjórsá blir lagt i rör og demmet opp ved Haga i Tjorsardalur. Jeg kjenner dette området godt i gjennom 40 år, der kom jeg först i 20 års alderen og föler sterk tilknytning til stedet hvor min bestemor ble födt og oppvokst og der jeg selv har vært med på sauesankning og uteliv og forskjellige aktiviteter i alle år.
Ennå kommer jeg til Island nesten årlig og den siste tiden har jeg gruet meg til å komme ödelagt natur og svekket samfunn. Jeg vil inderlig håpe at det ikke blir noe av planer om slike ödeleggelser fordi det er ödeleggelser av en enestående natur. De som bor i andre land misunner Islendingene av den vakre naturen og ser kanskje noen ganger bedre en Islendinger selv verdien av områder som i „sveitin“ langs Tjórsá.
Margrét Öxnevad.
Sjá nánar
|
137 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna |
NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund), gerir með þessu bréfi alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. NASF telur að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar. Ennfremur telur NASF að greina þurfi afdrif sjóbirtingsstofns árinnar áður en tekin er ákvörðun um virkjanaframkvæmdir.
Sjá nánar
|
138 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Holtavirkjun (30) |
NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna |
NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund), gerir með þessu bréfi alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. NASF telur að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar. Ennfremur telur NASF að greina þurfi afdrif sjóbirtingsstofns árinnar áður en tekin er ákvörðun um virkjanaframkvæmdir.
Sjá nánar
|
139 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Bettina Morf Christiansdóttir |
I'm strongly against the hydropower stations on the largest river in island, the thjórsá. I mean that first the icelandic problem of disposing garbage should be solved, before destroying further nature. There would be much better possibilities to win the energy resources, world knows, iceland not?
Sjá nánar
|
140 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna |
NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund), gerir með þessu bréfi alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. NASF telur að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar. Ennfremur telur NASF að greina þurfi afdrif sjóbirtingsstofns árinnar áður en tekin er ákvörðun um virkjanaframkvæmdir.
Sjá nánar
|
141 |
Suðurland - Skaftá (Vatnasvið) |
Búlandsvirkjun (40) |
Veiðifélag Grenlækjar |
Athugasemdir stjórnar veiðifélags Grenlækjar við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Veiðifélagið telur að flytja eigi Búlandsvirkjun (40) í verndarflokk.
Sjá nánar
|
142 |
Almenn umsögn |
|
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur |
Í megindráttum telur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að ígrunda þurfi betur hugsanleg heilsufarsáhrif á almenning vegna mengunar frá virkjunum og að taka þurfi mið af samlegðaráhrifum virkjunarkosta hvað varðar mengun vegna brennisteinsvetnis og gera vatnsgæðum hærra undir höfði.
Sjá nánar
|
143 |
Norðausturland - Gjástykkissvæði (Háhiti) |
Gjástykki (100) |
Landeigendur Reykjahlíðar ehf. |
Mótmælt er að Gjástykki sé sett í verndarflokk. Það vekur furðu sá yfirgangur og einhliða ákvörðun sem kemur fram í tillögu um að Gjástykki verði sett í verndarflokk, þar sem stærstur hluti svæðisins er með beinum eignarrétti, þ.e. eign landeigenda í Reykjahlíð. Áskilinn er réttur til skaðabóta.
Sjá nánar
|
144 |
Almenn umsögn |
|
Gunnar Hersveinn |
Mæta þar betur heilsufars- og umhverfisáhrif vegna mengunar í stefnunni en gert er í drögunum. Mikilvægt er að varúðarreglan sé ætíð viðhöfð með hagsmuni heilbrigðis- og umhverfisþátta í huga í orkunýtingarmálum Íslands. Ég hef meðal annars áhyggjur af losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið...
Sjá nánar
|
145 |
Almenn umsögn |
|
Friðbjörg Ingimarsdóttir |
Varðandi jarðhitavarmarvirkjanir var ég að hugsa um að þær þurfi að standast þær kröfur sem gerðar eru um útstreymi eitraðra lofttegunda eins og brennisteinsvetnis. Meta þarf bein hagræn áhrif, umhverfis- og samfélagsáhrif á heilsu og lífsgæði fólks og velferð, við gerð nýrra jarðvarmaverkefna.
Sjá nánar
|
146 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
karsten lemme |
i protest against destroyin´the beautiful nature along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur"! finally it make no sence to rape the nature like the chinese and u never know the consequences for the future. so better think twice bevore u set mother earth over money once again!
Sjá nánar
|
147 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Albert Sigurjónsson |
Lífríki Þjórsá .Ásynd og umhverfi Þjórsár Áhrif á ferðaþjónustu .
Áhætta og áhttumat Áhrif á samfélag
Sjá nánar
|
148 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Johanna Posner |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
149 |
Reykjanesskagi - Svartsengissvæði (Háhiti) |
Eldvörp (63) |
Ómar Þ. Ragnarsson |
Gígaröðina Eldvörp ætti að setja í verndarflokk. Fara þarf allt austur að Lakagígum til að finna hliðstæðu. ,Eldvörp eru í næsta nágrenni við alþjóðaflugvölll og aðdráttarafl fyrir ferðafólk.. Eldvörp og Svartsengi eru með sameiginlegan jarðhitageymi og hann tæmist fyrr en ella með Eldvarpavirkjun.
Sjá nánar
|
150 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Ralf Koemen |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
151 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Elín Guðmundsdóttir |
Fyrirhuguð virkjanatillaga ofan við Viðey (Minnanúpshólma) í Þjórsá er byggð á átta ára gömlu mati á umhverfisáhrifum. Ný gögn hafa leitt í ljós að Viðey hafi gríðalega sérstöðu á lífríki og var hún friðlýst sl. ágúst. Hvammsvirkjun í 1. orkunýtingarflokk byggir því á úreldum gögnum.
Sjá nánar
|
152 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Sander |
I protest against the construction of a hydropowerplantstation at the lower river Thjórsá in "nytingarflokkur". This protest is due to the resulting destructing of nature i.e. Salmon native to this area, Waterfalls and the loss of traditional walking and riding paths. Please save Thjórsá.
Sjá nánar
|
153 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Sander, Elke |
I protest against the construction of a hydropowerplantstation at the lower river Thjórsá in "nytingarflokkur". This protest is due to the resulting destructing of nature i.e. Salmon native to this area, Waterfalls and the loss of traditional walking and riding paths. Please save Thjórsá.
Sjá nánar
|
154 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Sander, Fabian |
I protest against the construction of a hydropowerplantstation at the lower river Thjórsá in "nytingarflokkur". This protest is due to the resulting destructing of nature i.e. Salmon native to this area, Waterfalls and the loss of traditional walking and riding paths. Please save Thjórsá.
Sjá nánar
|
155 |
Suðurland - Skaftá (Vatnasvið) |
|
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi |
Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi leggja þunga áherslu á að allir virkjanakostir í Skaftárhreppi, sem fjallað er um í drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, verði í verndarflokki.
Helstu rök samtakanna fyrir verndun svæðisins gegn virkjunum og afleiddum óafturkræfum framkvæmdum af þeirra völdum er hin mikla jarðfræðilega sérstaða svæðisins sem myndar stóra landslagsheild á um 7% af Íslandi. Svæðið einkennist af mikilli eldvirkni og samspili elds og íss. Vatnasvið Kúðafljóts, þar með talin Skaftá, Hólmsá og Tungufljót og vatnasvið jökulánna í austurhluta svæðisins, Djúpá, Brunná og Hverfisfljót eru enn óröskuð af virkjanaframkvæmdum. Óröskuð vatnasvið eru mikil auðlind sem ber að vernda, ekki síst nú á tímum þegar lítt eða óröskuð vatnasvið heyra til undantekninga á heimsvísu.
Sjá nánar
|
156 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Radermacher, Nadine |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
157 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Sander, Rebecca |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
158 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Margrét Öxnevad |
En sterk protest mot at elven Tjórsá blir lagt i rör og demmet opp ved Haga i
Tjorsardalur. Jeg kjenner dette området godt i gjennom 40 år, der kom jeg först i 20
års alderen og föler sterk tilknytning til stedet hvor min bestemor ble födt og
oppvokst og der jeg selv har vært med på sauesankning og uteliv og forskjellige
aktiviteter i alle år.
Ennå kommer jeg til Island nesten årlig og den siste tiden har jeg gruet meg til å
komme ödelagt natur og svekket samfunn. Jeg vil inderlig håpe at det ikke blir noe
av planer om slike ödeleggelser fordi det er ödeleggelser av en enestående natur. De
som bor i andre land misunner Islendingene av den vakre naturen og ser kanskje noen
ganger bedre en Islendinger selv verdien av områder som i „sveitin“ langs Tjórsá.
Margrét Öxnevad.
Sjá nánar
|
159 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Sander, Tobias |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
160 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Marianne Noack |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
161 |
Almenn umsögn |
|
Ferðafélagið Útivist |
Um leið og Útivist fagnar drögum að tillögu til þingsályktunar lítur félagið svo á að fara beri varlega í að nýta verðmætt land til virkjunarframkvæmda ef það veldur skaða á náttúru og landslagi. Náttúra Íslands er verðmæt auðlind sem ber að vernda fyrir núlifandi og komandi kynslóðir um ókomna tíð.
Sjá nánar
|
162 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Norðlingaölduveita - 566-567,5 m y.s. (27) |
Vinir Þjórsárvera |
Að Norðlingaölduveita sé sett í verndunarflokk
Sjá nánar
|
163 |
Norðausturland - Kröflusvæði (Háhiti) |
Krafla I- stækkun (98) |
Ragnhildur Sigurðardóttir |
Íslendingar hafa skuldbundið sig með alþjóðasamningum að standa vörð um náttúru Mývatns og Laxár, en svæðið er á skrá Ramsar samingsins um votlendi sem hefur alþjóðlegt verndargildi. Ég tel algert grundvallaratriði að umhverfisáhrif Bjarnaflagsvirkjunar, stækkunar á Kröflu I, og Kröflu II verði metin sameiginlega út frá mengun á vatnasviði Mývatns, og ákomu brennisteins og annarra gastegunda á lífríki vatnasviðsins.
Sjá nánar
|
164 |
Norðausturland - Kröflusvæði (Háhiti) |
Krafla II, 1. áfangi (99) |
Ragnhildur Sigurðardóttir |
Íslendingar hafa skuldbundið sig með alþjóðasamningum að standa vörð um náttúru Mývatns og Laxár, en svæðið er á skrá Ramsar samingsins um votlendi sem hefur alþjóðlegt verndargildi. Ég tel algert grundvallaratriði að umhverfisáhrif Bjarnaflagsvirkjunar, stækkunar á Kröflu I, og Kröflu II verði metin sameiginlega út frá mengun á vatnasviði Mývatns, og ákomu brennisteins og annarra gastegunda á lífríki vatnasviðsins.
Sjá nánar
|
165 |
Norðausturland - Kröflusvæði (Háhiti) |
Krafla II, 2. áfangi (103) |
Ragnhildur Sigurðardóttir |
Íslendingar hafa skuldbundið sig með alþjóðasamningum að standa vörð um náttúru Mývatns og Laxár, en svæðið er á skrá Ramsar samingsins um votlendi sem hefur alþjóðlegt verndargildi. Ég tel algert grundvallaratriði að umhverfisáhrif Bjarnaflagsvirkjunar, stækkunar á Kröflu I, og Kröflu II verði metin sameiginlega út frá mengun á vatnasviði Mývatns, og ákomu brennisteins og annarra gastegunda á lífríki vatnasviðsins.
Sjá nánar
|
166 |
Norðausturland - Námafjallssvæði (Háhiti) |
Bjarnarflag (97) |
Ragnhildur Sigurðardóttir |
Íslendingar hafa skuldbundið sig með alþjóðasamningum að standa vörð um náttúru Mývatns og Laxár, en svæðið er á skrá Ramsar samingsins um votlendi sem hefur alþjóðlegt verndargildi. Ég tel algert grundvallaratriði að umhverfisáhrif Bjarnaflagsvirkjunar, stækkunar á Kröflu I, og Kröflu II verði metin sameiginlega út frá mengun á vatnasviði Mývatns, og ákomu brennisteins og annarra gastegunda á lífríki vatnasviðsins.
Sjá nánar
|
167 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Sarah Netter |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river
Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature.
Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon
will propably die. Save Thjórsá for next generations.
Sjá nánar
|
168 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Holtavirkjun (30) |
Ragnhildur Sigurðardóttir |
Ég gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. Ég tel að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar.
Sjá nánar
|
169 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Ragnhildur Sigurðardóttir |
Ég gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. Ég tel að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar.
Sjá nánar
|
170 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Ragnhildur Sigurðardóttir |
Ég gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. Ég tel að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar.
Sjá nánar
|
171 |
Almenn umsögn |
|
Ingibjorg Elsa Bjornsdottir |
Sjá meðfylgjandi umsögn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands.
Sjá nánar
|
172 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Holtavirkjun (30) |
Ragnhildur Sigurðardóttir |
Ég gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. Ég tel að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar.
Sjá nánar
|
173 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Janin Kunzendorf |
I protest against placing of the hydropower stations along the lower river Thjórsa´ in "nytingarflokkur" because of the resulting damages in nature. Waterfalls and traditional riding and walking paths will be destroyed. Salmon will propably die. Save Thjórsá for next generations and move the plans to "bidflokkur".
Sjá nánar
|
174 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Stefanía Geirsdóttir |
Í umræddri rammaáætlun eru virkjanir í neðri hluta Þjórsár settar í nýtingarflokk.
Ljóst er að þessi framkvæmd mun hafa í för með sér veruleg, óafturkræf umhverfisspjöll, auk íþyngjandi afleiðinga sem framkvæmdirnar hefðu í för með sér fyrir íbúa svæðisins, sem og landsins alls.
Sjá nánar
|
176 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Annika Rut Arnarsdóttir, Sigurlín Franziska Arnarsdóttir |
Við erum 10 og 12 ára og búum við Þjórsá. Okkur finnst að það má ekki virkja hérna hjá okkur – það skemmir landið og við viljum eiga eitthvað eftir af náttúrunni í framtíðinni. Urriðafoss er svaka fallegur en ef það ætti að virkja væri þið búin að taka hann frá okkur. Virkjanir myndu eyðileggja reiðleiðir og sérstaklega Holtavirkjun. Hugsið þið aðeins um framtíð barnanna!!.
Annika Rut Arnarsdóttir og Sigurlín Franziska Arnarsdóttir, Herríðarhóli, 11.11.11
Sjá nánar
|
177 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Ágúst Valgarð Ólafsson |
Hvernig þjóðfélag viljum við byggja upp til langs tíma litið?
Sjá meðfylgjandi pdf skjal.
Sjá nánar
|
178 |
Suðurland - Ölfusá (Vatnasvið) |
Selfossvirkjun (38) |
Steinunn Fjóla Jónsdóttir |
Umsögn um Selfossvirkjun
Sjá nánar
|
179 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Vigdís Guðjónsdóttir |
Athugsemdir við fyrirhugaða Urriðafossvirkjun vegna náttúru, umhverfis- og auðlindaspjalla og samfélagslegra áhrifa.
Sjá nánar
|
180 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Sigrún Björnsdóttir |
Í rammaáætlun er gert ráð fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár sem munu ekki einungis spilla náttúrufari við ána og lífríki hennar um ókomna tíð, heldur hafa áhrif til frambúðar á mannlíf og samfélag. Gerð er krafa um frekari rannsóknir á samfélags- og félagslegum áhrifum stórvirkjana á lítil samfélög og nágrannasveitir áður en tekin er ákvörðun um skipan og forgangsröðum virkjunakosta í landinu.
Sjá nánar
|
181 |
Almenn umsögn |
|
Helga Tryggvadóttir |
Helsti galli rammaáætlunar er sá að hún gerir ráð fyrir því að bygging nýrra virkjana sé sjálfsagður og eðlilegur hluti íslensks samfélags. Þannig hylur hún í raun undirliggjandi átök sem alltaf munu verða milli þeirra sem vilja vernda náttúruna og nýta hana.
Sjá nánar
|
182 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Finnbogi Jóhannsson |
Hvamms- , Holta- og Urriðafossvirkjanir, í neðri hluta Þjórsár, munu allar hafa í för með sér gríðarleg spjöll á lífríki og umhverfi Þjórsár. Með hliðsjón af því skora ég á stjórnvöld að færa þessar virkjanir úr nýtingarflokki í verndunarflokk, í svonefndri rammaáætlun, í frumvarpi iðnaðarráðherra.
Sjá nánar
|
183 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Veiðifélag Kálfár |
Rammaáætlun: Athugasemd við þingsályktunartillögu vegna áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Sjá nánar
|
184 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Katrín Briem og Hugi Ármannsson |
Athugasemdir vegna Hvammsvirkjunar
Við höfum haft áhyggjur af þessum virkjunum frá því við heyrðum fyrst af þeim. Þetta
hefur gífurlegar afleiðingar eins og hjá okkur þegar nánast allt vatnið er tekið úr
ánni á nærri tveggja kílómetra kafla. þá má segja að það er eitt sem hefur veruleg
áhrif á okkur að árniðurinn hverfur. Það er mikið atriði af því það er svo stór
hluti af andrúmsloftinu í sveitinni. Maður heyrir niðinn í ánni í sunnanátt. Ég
óttast að grunnvatnsstaðan breytist og að það geti haft áhrif á beit og gróður
almennt og spillt búskaparmöguleikum á Stóra-Núpi. Þá óttast ég um fiskgengdina eins
og blasir við öllum sem meðfram ánni búa.
Svo er þessi leið mjög mikið farin af ríðandi fólki upp með Þjórsá. Það er mjög
fallegur kafli með ánni í okkar landi. Það eru alltaf stórir hópar ferðamanna sem
ríða upp með ánni á hverju ári og eins hópar hagnandi manna, frá Þjórsárholti og upp
að landamerkjum Minna-Núps. Þar er leiðin greið með ánni og fallegt umhverfi. Ef af
virkjunv erður yrði að setja sauðfjárveikivarnargirðinu begga megin, samkvæmt kröfu
ríkisvaldins, meðfram allri ánni, þar sem vatnið er tekið af henni. Allt frá
stíflunni og niður fyrir Ölmóðsey þar sem vatnið kemur aftur út í ána.
Viðey (Minna-Núpshólmi) er friðuð vegna þeirrar sérstöðu sem hún hefur og þá verður
að tryggja að vistkerfið haldist ósnortið vegna ágangs búfjár og manna. Ekki síður
manna. Ef vatnið í ánni hverfur umhverfis hólmann þá heldur friðunin ekki nema með
miklum fyrirbyggjandi ráðstöfunum og ef til vill ekki heldur þá. Þá þarf að girða
eyjuna af sem veldur sjónmengun. Ef af þessu yrði þá óskum við ennfremur eftir því
að haft verið samráð við okkur við lausn þessara mála. Okkur er ekki sama um hvernig
girðingar yrðu settar þarna upp og veruleg hætta er á að af þeim yrðu mikil lýti.
Ekki er sama hvernig þetta yrði gert. Skurðurinn austan meginn leysir vandann þar,
en það er okkar megin sem slíkar girðingar myndu sjást. Þegar Viðey var friðuð í
sumar kom fram að hún væri mjög sérstök á landsvísu, ef á að skerða vatnsrennslið
allt um kring þá verður hún ekki lengur sérstök. Hætta er á að vistkerfið spillist
og þá má ekki spilla friðuðu svæði. Gesta menn hækkað grunnvatnsstöðuna í kringum
eyna, eitthvað slíkt þyrfti til. Við krefjustm þess að fá að fylgjast með því á
öllum stigum hvernig farið verður með friðun Viðeyjar og þá sérstaklega allar
framkvæmdir vegna girðinga til verndunar og þá áður en vinnan hefst og en ekki eftir
að hún er hafin og ákveðin.
Okkur hefur verið sagt frá áformum Landsvirkjunar á meðan þau voru öðruvísi þegar
þeir ætluðu að fara í gegnum Núpinn og okkur hafa líka verið kynnt önnur áform.
Annars hefur ekki verið haft samráð við okkur en okkur hefur verið kynnt að vatnið
yrði tekið af ánni. En það hefur aldrei verið rætt eins og eitthvert samningsatriði.
Okkar helsta krafa sem landeigenda og bænda við Þjórsá er að hætt verði alveg við
Hvammsvirkjun og allt þetta umhverfi friðað. Til vara krefjumst við þess að
virkjunin verði færð í biðflokk meðan nauðsynlegar rannsóknir á samfélagi og öllum
umhverfisþáttum verða gerðar. Við fulltrúa Landsvirkjunar höfum við sagt að við
værum ekki til viðræðu um neina samninga, því við vildum ekki að þetta væri gert.
Síðan hafa þeir ekki talað við okkur.
Sjá nánar
|
185 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Helga Tryggvadóttir |
Ég fagna því að Norðlingaölduveita hafi verið sett í verndarflokk en mælist til þess að virkjanir í neðri-Þjórsá verði settar í verndarflokk þar til mat á samfélagslegum áhrifum þeirra hafa farið fram og einnig vegna mögulegra áhrifa á fiskgegnd og náttúrufar Viðeyjar í Þjórsá.
Sjá nánar
|
186 |
Almenn umsögn |
|
Kristín Guðmundsdóttir |
Hér er umsögn um Rammaáætlun sem er almenns eðlis, en þó vísað lauslega í ákveðið svæði.
Sjá nánar
|
187 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Hjördís Finnbogadóttir |
Fer fram á að Þjórsá verði sett í verndarflokk (Holta-, Hvamms- og Urriðafossvirkjanir). Engin ástæða er til að spilla einni fallegustu sveit landsins frekar en orðið er með virkjunum í lífæð hennar Þjórsá. Tími er kominn til að íbúar við Þjórsá fái notið mannréttinda og hafi frið fyrir Landsvirkjun
Sjá nánar
|
188 |
Almenn umsögn |
|
Kolbrún Halldórsdóttir |
Nauðsynlegt er að setja allar áformaðar jarðvarmavirkjanir í biðflokk vegna óvissu um áhrif þeirra og þá staðreynd að einungis 10% - 18% jarðvarmaorku er nýtanleg til framleiðslu raforku. Nauðsynlegt er að setja áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár í biðflokk enda rannsóknum ábótavant.
Sjá nánar
|
189 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Guðjón Vigfússon / Valgerður Auðunsdóttir |
Við gerum athugasemdir vegna hættu á umhverfisspjöllum og minni landgæða eftir að virkjað hefur verið og viljum að Urriðafossvirkjun verði sett í verndarflokk.
Sjá nánar
|
190 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Árni Björn Guðjónsson |
Áætlanir um virkjanir 'i neðri Þjórsá þ.e. Hvammsvirkjun eru aljörlega óásættanlegar vegna ógnvænlegra raskana á umhvefi vegna Hvammslóns einnig Holtsvirkjun vegna stíflugerðar við Búðafoss .Einnig vegna eyðileggingar á einum stærsta laxastofni á íslandi. Eg lít á verkið sem hryðjuverk gegn byggðum
Sjá nánar
|
191 |
Norðausturland - Kröflusvæði (Háhiti) |
|
Ómar Þ.. Ragnarsson. |
Svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki er ein veðmætasta landslagsheild landsins. Hvergi annars staðar í heiminum er hægt að sjá af ummerkjum, heimildum og myndum rek megilandanna og sköpun nýs lands og lika æfingasvæði fyrir Marsferðir. Verðmæti svæðisins með verndarnýtingu er miklumeira en með orkunýtingu.
Sjá nánar
|
192 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Holtavirkjun (30) |
Elín Erlingsdóttir |
Sem íbúi við Þjórsá, landeigandi og eigandi vatnsréttinda, geri ég athugasemdir við niðurstöður Rammaáætlunar 2. Sem íbúi sem horfir yfir ána úr gluggunum í húsinu mínu, horfi á og hlusta á ána af bæjarhlaðinu mínu þar sem forfeður mínir og nánasta fjölskylda hafa búið í 100 ár, hlustað eftir sunnanhljóðinu í ánni til að spá fyrir um veður, vitað af öruggu vatni við ána fyrir búsmalann, horft á gæsir sem flytja sig milli staða með ánni haust og vor, riðið út á bökkum árinnar, veitt fisk og étið, vaðið, sullað á sumrum, skoðað klakabönd og fylgst með vorleysingum við ána. Já, það sem af er æfi minnar hefur Þjórsá verið hluti af lífi mínu, þannig mun það verða ævi mína á enda. Ég hlýt að mótmæla niðurstöðum Rammaáætlunar 2, þar sem virkjanir við Neðri Þjórsá eru settar í nýtingarflokk og Norðlingaölduveita í. Áform um þessar stóru framkvæmdir fylla mig og mitt fólk og sveitunga mín vanlíðan, vegna allra þeirra neikvæðu náttúrufarslegu breytinga sem virkjanaframkvæmdir munu hafa í för með sér og samfélagslegu áhrifa sem áætlanir þessar hafa haft og samskipti fólks og munu hafa á lífsgæði þess. Fólks sem hingað til hefur búið saman í sátt og samlyndi og við lífsgæði sem að einhverjum hluta má rekja til nábýli við ána. Mér finnst allt of margir veikir hlekkir í þeim áætlunum sem lagðar hafa verið fram fyrir íbúa svæðisins. Þeir sem skipuleggja framkvæmdirnar fara of hratt. Taka þarf lengri tíma til rannsókna og skoða fleiri valkosti, virða niðurstöður vísindamanna, hlusta á raddir fólksins. Það er rangt að reka í gegn ákvörðun með ólýðræðislegum aðferðum og án skoðunar fleiri valkosta. Ég skora á Stjórn Rammaáætlunar að færa Holtavirkjun og einnig Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun úr nýtingarflokki í biðflokk, rasa ekki um ráð fram, láta staðar numið, endurskoða ákvarðanir. LÁTUM NÁTTÚRUNA NJÓTA VAFANS.
Sjá nánar
|
194 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Jóhanna Margrét Öxnevad |
Andmæli vegna flokkunar Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk
Tilhugsunin um að það verði jökullón í næsta nágrenni við bæinn sem ég hef búið á í
nærri hálfa öld er kvíðvænleg. Þarna er falleg náttúra sem er einstakur hluti af
þessari sveit og mínu umhverfi. Þetta er umhverfið sem við Gnúpverjar höfum talið
fallegasta svæði sveitarinnar. Fegurðin byrjar við Minna-Núp, þegar komið er upp á
hálsana blasir við það svæði sem mér þykir tilkomumest í allri þessari sveit. Og þó
svo víðar væri leitað.
Ef hugsað er aðeins fram í tímann þá mætti ætla að með því að láta þetta svæði í
friði væri meira unnið en með því að fórna því núna fyrir rafmagnsframleiðslu. Mér
finnst skorta á framsýni og mér finnst viðhorfið til náttúrunnar bera merki
stöðnunar og skilningsleysi á framtíðina. Þetta er sama gamla þulan endurtekin aftur
og aftur.
Mér finnst að verndun svæðisins hafi mikið með það að gera að hugsa um framtíðina og
tryggja hana. Þessa náttúru verður ekki hægt að fá aftur ef hún verður eyðilögð. Ég
hef verið mikið með ungu fólki og ég tel mig vita að þau munu ekki kunna þessari
kynslóð miklar þakkir fyrir slíkan gjörning ef af verður.
Norska skáldið Arne Garborg yrkir svo.
Det stig av hav et Alveland med tind og mo
Det kviler klart mot himmelrand i kveldblå ro.
Eg såg det tidt som sveipt i eim bak havdis grå
det er en huld, ein heilag heim vi ei kan nå.
Ég óska þess af heilum hug að ríkisstjórn landsins beri gæfu til að hugsa um
framtíðina frekar en stundarhagsmuni og að hætt verði við allar virkjanir í byggð
við neðri hluta Þjórsár. Það held ég að sé forsenda framtíðar á þessu svæði.
Sjá nánar
|
195 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Pálína Axelsdóttir Njarðvík |
Unnin yrðu óbætanlega spjöll á náttúru og landslagi. Jafnvel þó virkjanahugmyndir þessar hafi farið í gegnum mat á umhverfisáhifum, er óhugsandi að þau umhverfisáhrif séu afturkræf.
Sjá nánar
|
197 |
Almenn umsögn |
|
Friðrik Dagur Arnarson |
Margvíslegir gallar eru á flokkun virkjanahugmynda þó margt sé líka vel gert. Mjög mikilvægar upplýsingar vantar um mörg svæði og því ber að setja þau í biðflokk í stað nýtingarflokks. Líta verður á jarðhita sem endanlega auðlind. Hlífa skal víðernum og einstæðum náttúruperlum
Sjá nánar
|
198 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Urriðafossvirkjun (31) |
Renate Hannemann |
Ógilt ferli? Bréf með athugasemdum sem hafa löngu borist til ráðuneytisins innan frests hafa ekki verið birt hérna á vefnum, eins og stendur undir http://www.rammaaaetlun.is/umsagnir/um-ferlid/spurt-og-svarad/. Hvar standa lýðræðismálin? Á að fela einhverjar athugasemdir?
Sjá nánar
|
200 |
Almenn umsögn |
|
Sigyn Eiríksdóttir |
Hagsmunir Íslands munu skaðast ef náttúru landsins er spillt. Hún er helsta aðdráttarafl landsins, hún er uppspretta innblásturs fyrir listamenn og lífsreynslu þeirra sem hingað koma. Varlega þarf að fara og nauðsynlegt að setja svæði frekar í biðflokk en nýtingu og byggja þá á sjálfbærri þróun.
Sjá nánar
|
201 |
Almenn umsögn |
|
Græna netið |
Græna netið fagnar þeirri vinnu sem hér er lögð fram og tækifærinu til að hafa áhrif á niðurstöðuna með rökstuddum athugasemdum. Græna netið gerir nokkrar grundvallar athugasemdir við aðferðafræði sem félagið telur breyta talsvert niðurstöðum röðunar, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar.
Sjá nánar
|
202 |
Almenn umsögn |
|
Erlingur Loftsson, Sandlæk 1. |
Er mjög fylgjandi því að virkjanir í neðrihluta Þjórsár fari í svokallaðan biðflokk.Ótækt er að ekki skuli einu sinni liggja fyrir rannsóknir á lifríki árinnar sem marktækar væru t.d. á fiskigeingd vatnasvæðisins í heild. Veiðieigendur munu óska eftir að slík rannsókn verði unnin af óháðum aðilum.
Sjá nánar
|
203 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Sigþrúður Jónsdóttir og Axel Árnason Njarðvík |
Verndur Þjórsárvera fagnað. Athugasemdir gerðar við að virkjanir í neðri hluta Þjórsár fari í nýtingarflokk.
Sjá nánar
|
204 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Logi Pálsson |
Mér finnst ekki að eigi að virkja í mynni Þjórsárdals.
Ég geri athugasemdir við að virkjanir Þjórsár í byggð séu settar í nýtingarflokk í
frumvarpi iðnaðaðarráðuneytisins sem byggir á rammaáætlun um vernd og nýtingu
náttúruauðlinda. Þær ættu helst að fara í verndarflokk en annars í biðflokk ef hægt
verður að virkja í framtíðinni án þess að eyðileggja eins mikið og nú virðist vera
stefnt að.
Ég er uppalinn að hluta í þessari sveit innan um marga jafnaldra mína. Þeir hafa
flestir flutt úr sveitinni og það lítur ekki út fyrir að margir þeirra ætli að búa í
sveitinni áfram. Til þess er óvissan of mikil.
Mér finnst fallegt í þessari sveit og ég vil ekki að þar verði virkjað. Ég hef unnið
síðustu sumar á stofnuninni og búinu í Skaftholti. Það er stærsti vinnustaður
sveitarinnar og þar er áherslan á allt önnur gildi en fram koma hjá æstum
virkjanasinnum sem enn heyrist hæst í á Íslandi. Það mun breytast.
Sjá nánar
|
205 |
Almenn umsögn |
|
Ólafía Jakobsdóttir |
Mín framtíðasýn fyrir sveitarfélagið Skaftárhrepp er að fallið verði frá öllum virkjanhugmyndum í jökulvötnum á svæðinu. Þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir í Skaftárhreppi sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru þá verði sjálfbær þróun höfð að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku. Ekki þarf nema eina virkjun til að eyðileggja heildarmynd svæðisins og óspillta ímynd þess.
Sjá nánar
|
206 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Snorri Páll Jónsson |
Við gerð draga að þingsályktunartillögu um Rammaáætlun virðist hins vegar sem órökstudd og uppblásin krafa ákveðinna ríkis- og markaðsafla um virkjun Þjórsár hafi vegið þyngra en rök, reynsla og þekking þeirra sem virkilega hafa lagt sig fram við að útvega raunsæja og rétta mynd af fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum og alhliða áhrifum þeirra.
Sjá nánar
|
207 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Árdís Jónsdóttir |
Mín athugasemd gengur fyrst og fremst út á að áhrifin á fólkið og samfélagið er einskis metið. Litið gert úr landslagi og landslagsbreytinum og lífríkið hefur ekki verið rannsakað sem skyldi. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans.
Ég fagna að Þjórsárver skuli vera í verndarflokki.
Sjá nánar
|
208 |
Norðausturland - Skjálfandafljót (Vatnasvið) |
Hrafnabjargavirkjun A (10) |
Ómar Þ. Ragnarsson |
Sökkva á 25 km löngum dal, grónum að hálfu og veðursælli hálendisvin, undir miðlunarlón og taka vatn af Aldeyjarfossi, einstæðri náttúruperlu vatns og stuðlabergs og nokkrum fallegum fossum þar fyrir ofan. Mun meira verðmæti dalsins til verndarnýtingar en orkunýtingar og ber því að vernda hann.
Sjá nánar
|
209 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Valgerður Halldórsdóttir formaður Sólar í Straumi |
Formaður Sól í Straumi minnir á að grasrótarsamtök almennings fylgjast vel með framvindu mála vegna undirbúnings stórframkvæmda sem ekki er alltaf í þágu almennings heldur erlendra aðila og stóriðjufyrirtækja. Til að mynda hefur Sól á Suðurlandi margítrekað andstöðu sína að virkjanir í byggð við neðri hluta Þjórsá fari í nýtingarflokk. Formaður Sólar í Straumi lýsir stuðningi við starf félaga sinna í Sól á Suðurlandi.
Sjá nánar
|
210 |
Almenn umsögn |
|
Rannveig Magnúsdóttir |
Umsögn 13 félagasamtaka sem öll starfa að náttúruvernd
Sjá nánar
|
211 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Halla Guðmundsdóttir |
Rammaáætlun - athugasemd frá Ásum.
Sjá nánar
|
212 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Margrét Eiríksdóttir |
Ég mótmæli Þjórsárvirkjunum en fagna að Þjórsárver skuli vera í verndunarflokki.
Sjá nánar
|
213 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
Hvammsvirkjun (29) |
Margrét Steinþórsdóttir |
Ég fagna því að Þjórsárver skuli vera í verndarflokki en hafna að Þjórsárvirkjanir séu í nýtingarflokki
Sjá nánar
|
214 |
Norðausturland - Námafjallssvæði (Háhiti) |
Bjarnarflag (97) |
Hjördís Finnbogadóttir |
Framkvæmdir við gufuaflsvirkjanir í Bjarnaflagi og við Kröflu verði stöðvaðar og settar í biðflokk á meðan rannsakað verði af óvilhöllum aðilum hver áhrif þessarar margföldunar á útblæstri og eitruðu affallsvatni verði á lífríki Mývants og umhverfi manna á svæðinu.
Sjá nánar
|
215 |
Almenn umsögn |
|
Sigurður Hreinn Sigurðsson |
Hér er á ferðinni almenn umsögn og vangaveltur um rammaáætlun byggð á tilfinningum undirritaðs fremur en lagalegum rökum eða Excel-útreikningum. Engir persónulegir hagsmunir umfram aðra landsmenn liggja að baki umsögninni.
Sjá nánar
|
216 |
Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|
Kjartan Ágústsson |
Áhrif virkjana í neðri hluta Þjórsár á lífríki náttúru og umhverfi hafa verið allt of lítið rannsökuð. Því er eðlilegt að setja þær í verndarflokk.
Sjá nánar
|
217 |
Suðurland - Ölfusá (Vatnasvið) |
Selfossvirkjun (38) |
Veiðífélag Árnesinga |
Mótmæli stjórnar Veiðifélags Árnesinga við flokkun Selfossvirkjunar í biðflokk í stað verndarflokks.
Fylgiskjöl verða send með landpósti
Sjá nánar
|
218 |
Almenn umsögn |
|
Ásahreppur |
Umsögn send bréfleiðis, dags. 27.10.2011.
Sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
219 |
Almenn umsögn |
|
Landgræðsla ríkisins |
Umsögn send bréfleiðis, dags. 9.11.2011.
Sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
220 |
Suðurland - Kaldakvísl (Vatnasvið) |
Skrokkölduvirkjun (26) |
Gunnar Njálsson |
Umsögn send í tölvupósti á rammaaaetlun@rammaaaetlun.is 11.11.2011.
Sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
221 |
Almenn umsögn |
|
Hjörleifur Guttormsson |
Umsögn send á rammaaaetlun@rammaaaetlun.is 11.11.2011.
Sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
222 |
Almenn umsögn |
|
Guðmundur Páll Ólafsson |
Umsögn send á rammaaaetlun@rammaaaetlun.is 11.11.2011.
Sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
223 |
Almenn umsögn |
|
Borgarbyggð |
Umsögn dags. 11.11.2011 send bréfleiðis til iðnaðarráðuneytis.
Sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
224 |
Almenn umsögn |
|
Borgarráð Reykjavíkur |
Umsögn dags. 11.11.2011 send bréfleiðis til iðnaðarráðuneytis.
Sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|
225 |
Reykjanesskagi - Reykjanessvæði (Háhiti) |
Stóra Sandvík (62) |
Jóhannes Oddsson |
Umsögn send í tölvupósti.
Sett inn af rammaáætlun.is
Sjá nánar
|