Faghópar í 3. áfanga

Fulltrúar í faghópi 1

Skúli Skúlason, prófessor, Háskólanum á Hólum, formaður,

Ása Lovísa Aradóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands,

Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur, Fornleifastofnun Íslands,

Gísli Már Gíslason, prófessor, Háskóla Íslands,

Kristján Jónasson, sviðsstjóri, Náttúrufræðistofnun,

Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, Héraðsskjalasafni Skagfirðinga,

Sólveig Pétursdóttir, verkefnastjóri, Matís,

Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi,

Þorvaldur Þórðarson, prófessor, Háskóla Íslands og

Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.

Fulltrúar í faghópi 2

Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent, Háskóla Íslands, formaður,

Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri AGMOS ehf.,

Áki Karlsson, þjóðfræðingur, Landsbókasafni Íslands,

Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum ehf.,

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri, Veiðimálastofnun,

Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent, Landbúnaðarháskóla Íslands (Jóhannes sagði sig frá starfinu í nóvember 2014 vegna anna),

Sigrún Valbergsdóttir, fararstjóri og leiðsögumaður,

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, Náttúrustofu Norðausturlands,

Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Landgræðslu ríkisins og 

Sveinn Sigurmundsson, ráðunautur, Búnaðarsambandi Suðurlands (skipaður í nóvember 2015 til að taka við af Jóhannesi Sveinbjörnssyni).

Fulltrúar í faghópi 3

Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur, formaður,

Ásgeir Brynjar Torfason, lektor, Háskóli Íslands,

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri, embætti landlæknis,

Magnfríður Júlíusdóttir, lektor, Háskóli Íslands og 

Páll Jakob Líndal, nýdoktor, Háskólinn í Reykjavík.

Fulltrúar í faghópi 4

Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og forseti Félagsvísindasviðs HÍ,

Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ og 

Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur í alþjóðahagfræði við HÍ.

Skipunarbréf faghóps 1 - náttúra og menningarminjar

Reykjavík, 16. apríl 2014

Verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghóp I í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Faghópurinn er þannig skipaður:

Skúli Skúlason, prófessor, Háskólanum á Hólum, formaður

Ása Lovísa Aradóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands

Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur, Fornleifastofnun Íslands

Gísli Már Gíslason, prófessor, Háskóla Íslands

Kristján Jónasson, sviðsstjóri, Náttúrufræðistofnun

Sólborg Una Pálsdóttir, verkefnastjóri, Minjastofnun, Sauðárkróki

Sólveig Pétursdóttir, verkefnastjóri, Matís

Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi

Þorvaldur Þórðarson, prófessor, Háskóla Íslands

Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði

Verkefni faghóps I er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til náttúru, menningarminja, landslags og víðerna. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Skipunartími hópsins er til 25. mars 2017.

Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.


Skipunarbréf faghóps 2 - auðlindanýting önnur en orkunýting

Reykjavík, 16. apríl 2014

Verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghóp II í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Faghópurinn er þannig skipaður:

Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent, Háskóla Íslands, formaður

Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri AGMOS ehf.

Áki Karlsson, þjóðfræðingur, Landsbókasafni Íslands

Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum ehf.

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri, Veiðimálastofnun

Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent, Landbúnaðarháskóla Íslands

Sigrún Valbergsdóttir, fararstjóri og leiðsögumaður

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, Náttúrustofu Norðausturlands

Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Landgræðslu ríkisins

Verkefni faghóps II er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til annarrar nýtingar en orkuvinnslu, svo sem vegna ferðaþjónustu, útivistar og landbúnaðar. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Skipunartími hópsins er til 25. mars 2017.

Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.

Í nóvember 2014 sagði Jóhannes Sveinbjörnsson sig úr faghópnum vegna anna við önnur störf. Eftirmaður hans er Sveinn Sigurmundsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem var skipaður í hópinn í nóvember 2015.

Skipunarbréf faghóps 3 - samfélagsleg áhrif virkjana

Reykjavík, 9. júlí 2015

Verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghóp III í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Faghópurinn er þannig skipaður:

Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur, formaður

Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, lektor Viðskiptafræðideild HÍ

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sviðsstjóri Embætti landlæknis

Magnfríður Júlíusdóttir, landfræðingur, lektor Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur

Verkefni faghóps III er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, svo sem áhrifa á félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og aðra þá þætti sem hópurinn telur æskilegt og mögulegt að leggja mat á. Hópnum er m.a. ætlað að þróa aðferðafræði sem nýtist við matið. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Skipunartími hópsins er til 25. mars 2017.

Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.


Skipunarbréf faghóps 4 - efnahagsleg áhrif virkjana

Reykjavík, 12. október 2015

Verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með í faghóp IV í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Faghópurinn er þannig skipaður:

Dr. Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, forseti Félagsvísindasviðs HÍ, formaður

Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í í Umhverfis- og auðlindafræðum, HÍ

Dr. Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur í alþjóðahagfræði, HÍ

Verkefni faghóps IV er að fjalla um virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til hagrænna þátta, einkum út frá áhrifum einstakra virkjunarkosta eða hópa virkjunarkosta á þjóðarhag. Þess er vænst að faghópurinn móti verksvið sitt og aðferðafræði nánar í samráði við verkefnisstjórn.

Í upphafi vinnu sinnar ákvað verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar að óska eftir því að Orkustofnun sinnti því verki sem féll undir verksvið faghóps IV í 2. áfanga, þ.e. að meta líklegan orkukostnað einstakra virkjunarkosta og forgangsraða þeim eftir hagkvæmni, enda var það mat verkefnisstjórnar að þetta væri hlutverk Orkustofnunar samkvæmt lögum nr. 48/2011. Orkustofnun hefur lokið þessu verki og birt niðurstöðurnar í skýrslunni Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar, sem afhent var verkefnisstjórn 21. ágúst 2015, (sjá http://www.ramma.is/media/gogn-fra-os/OS-2015-02-Skyrsla.pdf).

Fyrr á þessu ári skipaði verkefnisstjórn sérstakan faghóp, faghóp III, til að fjalla um áhrif einstakra virkjunarkosta á samfélagið, svo sem áhrif á félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu og virkni. Í 2. áfanga rammaáætlunar vann faghópur III að mati á áhrifum virkjunarkosta á þjóðfélagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun. Þessir þættir eru ekki á verkefnalista faghóps III í 3. áfanga, en þó er rétt að faghópar III og IV hafi samráð sín á milli um afmörkun viðfangsefna til að komast hjá óþarfri skörun.

Faghópur IV starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Skipunartími hópsins er til 25. mars 2017.

Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður faghópnum til aðstoðar hvað varðar fundaraðstöðu, ritun fundargerða o.þ.h.

Fundargerðir faghóps 1

Fundargerðir faghóps 2

Fundargerðir faghóps 3

Fundargerðir faghóps 4

Kynningarfundir fyrir faghópa

Vettvangsferðir faghópa

  • Vettvangsferð faghópa í október 2015 - Hengilssvæðið
  • Vettvangsferð faghópa í september 2015 - Suðurland og Sprengisandur
  • Vettvangsferð faghópa í júlí 2015 - Norðurland og Kjölur
  • Vettvangsferð faghópa í júní 2015 - Reykjanes